Andvari - 01.10.1967, Page 85
ANDVARI
SUMAR Á SAURUM
187
Japhetus Steenstrup.
laus. Sæi ég því nokkurn kost á, eða rétt-
ara sagt, sæi ég nokkurn annan færan um
að taka við því starfi, seldi ég mér það af
höndum.
Ég skrifa þér ekki fréttir, því þó ég
færi að tína eitthvað til mvndi seint
grynna á þeim, þú mátt til að reyna að
fá þér blöðin. Ég sagði Jóhanni Briem
eitthvað af ferðalagi ensku drottningar-
innar, og hef beðið hann að láta þig fá
það, svo þú getur gengið eftir því. Mundu
eftir að senda mér snaraðar rjúpur með
póstskipinu í vetur, — ég smakka hér
aldrei rjúpu! og adress. allt til Kaupmh.
Segðu mér svo líka nógar fréttir. Berðu
kæra kveðju mína frúnni og konunni
þinni, og eins dr. Scheving, þegar þú
serð hann, því ég er hræddur um, ég
skrifi honum ekki, og vertu blessaður
og sæll, vinur!
Þinn
J. Hallgrímsson.
Þeir Hauch og Ingemann, sem Jónas
minnist á i bréfunum, voru báðir mjög
mikilhæfir menn, sem gott var fyrir Jónas
að eiga sálufélag við. Ingemann, sem um
þær mundir var forstöðumaður (eða rekt-
or) við akademíið í Sórey, var mikilvirkur
rithöfundur og ágætt Ijóðskáld. Eftir að
lárviðarskáld Dana, Oehlensclager, féll
frá, varð Ingemann höfuðskáld þeirra.
Hauch var náttúrufræðingur og skáld,
eins og Jónas, og var lektor í dýrafræði
við akademíið. Hann samdi sögur og leik-
rit, m. a. leikritið Kinnarhvolssystur, sem