Andvari

Årgang

Andvari - 01.10.1967, Side 93

Andvari - 01.10.1967, Side 93
ANDVAHI SUMAR Á SAURUM 195 ekki liafa viljað taka neina borgun fyrir dvöl Jónasar um veturinn, enda hafði hann boðið honum til sín og Jónas unnið með honum að miklu verki, sem báðir gerðu sér miklar vonir um. Ekki virðist fjárhagur skáldsins samt hafa vænkazt til muna, eftir því sem ráða má af bréfi því, er Jónas skrifar Konráði Gíslasyni um það leyti, sem hann tekur sig upp frá Sórey og heldur til Kaupmannahafn- ar. Bréfið er dagsett 2. maí 1844. Þar segir: . . . Nú er einungis efnið miðans að láta yðar hávelborinheit vita, að þú munt mega búast við að fá að sjá framan í andlitið á mér á mánudagskvöldið kem- ur, ef þú vildir virðast að vera viðstaddur á póstgarðinum eitthvað stundu eftir mið- aftan, þegar dagvagninn kemur. Finnur skrifaði mér í gær „í mesta hasti“, að þó að hann væri í peningahraki, réðst hann í að senda mér hér með 10 dali í von um endurgjald frá félaginu, til þess að ég geti ferðazt inn fyrir til að vera viðstaddur lagfæringu á öðrum fjórðungi landsins. Nú komu raunar ekki þessir 10 dalir, en ég býst við þeim með næsta pakkapósti (á sunnudagsmorguninn kem- ur). . . . Þetta vor, 1844, gerðist það, að vinur og samstarfsmaÖur Jónasar, Steenstrup lektor, var skyndilega kvaddur til að fylgja krónprinsinum í för hans um Skot- land og Færeyjar. Þessi tíðindi skrifaði Steenstrup Jónasi til Hafnar nokkrum dögum eftir að Jónas fór frá Sórey, (lík- lega 9. maí). Tók Jónas fregninni vel og gladdist yfir áformi vinar síns. Hann segir m. a. í bréfi til Steenstrups 11. mai: . . . Du kan tro det glæder mig ikke lidet, at du kommer til at se Færöerne under saa gunstige Omstændigheder. Jeg haaber sikkert, at Synet af de islandske Formationer skal vække og opfriske alle dine Erindringer om de isl. Forhold og blive til stor Nytte for Udarbejdelsen af den geologiske Del af det paatænkte Ar- bejde. . . . En þetta ferÖalag Steenstrups varð þess valdandi, að dvöl Jónasar í Sórey var lokið að fullu og öllu. Svo virðist þó, sem það hafi vakað fyrir honum að fara aftur til Sóreyjar, þegar Steenstrup hefði lokið ferðalagi sínu, enda segir hann það berum orðum í áðurnefndu bréfi til Steenstrups og einnig í bréfi til Páls Melsteðs, dags. í Khöfn 5. júlí 1844. En af því áformi varð aldrei. Og einn sól- fagran dag í byrjun maí 1844 tekur Jónas Hallgrímsson sér fari með dag- vagninum og heldur aftur til Kaupmanna- hafnar til rnóts við þau örlög, sem hon- um voru þar fyrirbúin. Síðasti sólskins- bletturinn í lífi hans var að baki og orð- inn minningin ein. IV Enn er nýtt vor runnið við Eyrarsund, vorið 1845, og glaðir vorvindar teknir að þjóta í lundum Sjálands. Veturinn hefur verið þjáðu og einmana íslenzku skáldi þyngri í skauti en nokkru sinni fyrr. Stórvirki Jónasar, Islandslýsingin, er enn ófullgert og allsendis óvíst, hvort hann hefur þrek né aðstæður til þess að Ijúka því mikla verki nokkurn tíma. Það fellur honum þungt. Hann hefur gert sér það til afþreyingar stöku sinnum þennan vetur að yrkja nokkur ljóð á ís- lenzku, t. d. Stökur (Enginn grætur Is- lending), A nýársdag 1845 og fleiri, og svo hefur hann líka lokið við að fága Ferða- lok, ljóðið yndislega um samfylgd hans og ungrar, íslenzkrar stúlku norður fjöll eitt unaðslegt, löngu liðið vor heima á Islandi. En nú er líka skammt til hans eigin ferðaloka, þótt hann viti það ekki sjálfur, eða grunar hann það máski? Til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.