Andvari - 01.10.1967, Síða 94
196
ÞORVALDUR SÆMUNDSSON
ANDVARI
þess benda margar hendingar í síðustu
ljóðum hans. En hann harmar þaS ekki,
þótt hérvistardvöl hans kunni að vera
senn á enda. Hann hefur gefiS þjóS sinni
þaS dýrmætasta, sem hann átti, og hann
hefur sjálfur reynt, hvaS hið sanna og
raunverulega langlífi er og tjáS þaS meS
þessum einföldu, en ógleymanlegu orS-
um:
Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf;
margoft tvítugur
meir hefur lifað
svefnungum segg,
er sjötugur hjarði.
Og hann hefur líka sagt aS:
Gott er að ganga
geði kvíðlausu
ófarið, örstutt
æviskeið.
ÞaS er kominn 21. apríl. Jónas hefur
frétt, að skip sé í þann veginn aS leggja
af staS heim til Islands. Hann notar tæki-
færiS og skrifar vini sínum, ÞórSi Jónas-
sen, svohljóSandi bréf:
Kaupmannahöfn 21. apríl 1845.
Elsku-vinur minn góSur!
Mér er sagt, aS skip sé aS fara heirn
rétt í þessu, og flýti ég mér því aS þakka
þér fyrir tvö ástsamleg bréf, en ég skal
þakka þér bæSi betur seinna. Ég er, sem
stendur, staddur hér á skrifstofu fulltrúa
vors, og hef — eins og þú getur nærri —
æSinauman tímann. Mér líSur nú loks-
ins, guSi sé lof, sæmilega vel til heils-
unnar; mér er batnaS allra meina minna,
nema einhverrar agnar af Hypokondri
— bringsmalaskottu — eSa hvaS þaS
heitir, draugurinn, sem ásækir svo marg-
an íslending. Ég er sæmilega feitur og
þokkaleg skepna, en miSur klæddur og
óburgeislegri, en ég ætti skiliS aS vera.
Ég hef skilaS kveSju þinni til Steen-
strups; honurn líSur vel, nema hvaS
blóSiS sækir stundum á höfuSiS. Danir
eru nú aS slokkna, — svo sem eins og
Ijós, sem fuSrar upp af því vinnukona
hefur gleymt aS taka af því skariS.
Þú baSst um fleiri kvæSi; þaS situr á
ykkur, sem lastiS allt, sem ég geri, þegar
nafnið mitt stendur eliki undir þvíí Ég
hef nú samt enn þetta áriS gert þaS lönd-
um mínurn til léttis og þóknunar og skiln-
ingsauka málanna, aS setja merki undir
þau kvæSi mín, sem koma í Fjölni; þau
eru hvorki mörg né mikilvæg. Lægi all-
tént vel á mér, gæti ég sjálfsagt ort betur.
„Kong Renés Datter" eftir Hertz verS
ég aS senda þér meS einhverju móti,
undir eins og þaS kver kemur úr prent-
un; þessi leikur (romantisk Drama i 1
Akt) er þaS yndislegasta, sem ég veit til
hafi oltiS upp úr Dönum.
HeilsaSu, vinur minn! þeim, sem þú
heldur taka vilji kveSju minni.
Ég skrifa betur meS seinni skipunum.
Þinn
J. Hallgrímsson.
En Jónas Hallgrímsson skrifaSi ekki
fleiri bréf heim til Islands. Fyrir því sá
hinn slyngi sláttumaSur, sem svo óvænt
og skyndilega vitjaSi hans á FriSriks-
spítala árla morguns hinn 26. maí 1845,
tók hann sér viS hönd og leiddi hann
aS „þeim dimrnu dyrum". Hvort rnunu
góSir blómálfar ekki hafa grátið þá í
lautu, eigi síSur en viS Galtará forSum?
En Jónas varS ekki grátinn úr Helju
fremur en Baldur, hinn góSi ás. Hann
hafSi lokiS því ætlunarverki og ævistaríi,
sem guSirnir höfSu fyrirbúiS honum aS
inna af höndum hér á jörS. Og þótt
fleiri bréf hans ættu ekki eftir aS berast