Andvari - 01.10.1967, Page 95
ANDVARI
SUMAR Á SAURUM
197
með seinni skipunum heim yfir hafið,
hafði hann þá þegar kvatt ísland og ís-
lenzku þjóðina ógleymanlega hinztu
kveðju. Það hafði hann gert einn fagran
vordag í Sórey árið áður með svofelldum
orðum:
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum.
A sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast heim að fögru landi ísa,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó, lieilsið öllum heima rómi blíðum
um hæð og sund í drottins ást og friði.
Kyssið þið, bárur, hát á fiskimiði.
Blásið þið, vindar, hlýtt á kinnum fríðum.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu.
Þröstur minn góður! Það er stúlkan mín.
Helztu heimildir:
Rit Jónasar Hallgrímssonar í útgáfu dr.
Matthíasar Þórðarsonar, útg. Isafoldarprent-
smiðja hf.
Rit Jónasar Hallgrímssonar í útgáfu Tómas-
ar Guðmundssonar: Ritsafn Jónasar Hallgríms-
sonar, útg. Helgafell 1947.
Á einum stað í ritgerð þessari er stuðzt lítil-
lega við formála Tómasar Guðmundssonar.
Lýsingin á Jónasi í upphafi ritgerðarinnar er
eftir Konráð Gíslason.