Andvari - 01.10.1967, Side 96
STURLA FRIÐRIKSSON:
Gras og grasnytjar
Inngangur.
Sólarljósið er sá orkugjafi, sem tendrar
og viðheldur öllu lífi. Hér á norðurhveli
veita sólargeislarnir að jafnaði fjórðungi
úr kaloriu á fersentimetra hverja mínútu.
Aðeins lítið brot af þeirri orku tekst græn-
um plöntum að höndla og varðveita í
lífrænu efni. Og fer þá eftir víðáttu
gróðurhulunnar eða reyndar blaðgrænu-
magni hvernig aðstæður eru hverju sinni
til höndlunar og nýtingar á sólarorkunni.
Grasætur notfæra sér síðan þessa orku,
sem bundin er í plöntuvefjum, sér til upp-
byggingar og viðhalds. Síðan taka kjöt-
ætur og þar með maðurinn við, með því
að neyta kjötsins af grasætunum og not-
færa sér orku þess til síns viðurværis. I
þessu orkuflæði milli sólar, plantna, dýra
og manna fer ævinlega nokkur hluti ork-
unnar í súginn sem hitaorka við öndun
og umbreytingu efnis, þegar ein lífveran
neytir annarrar. Kemur því ekki öll orka að
gagni við uppbyggingu. Þannig er efnis-
og orkumagn plantna mun meira en þeirra
dýra, sem á þeirn lifa, svo og þeirrar þjóð-
ar, sem fær viðurværi sitt af grasætunum.
Á milli þessara hópa ríkir þó ákveðið hlut-
fall. Ætti að vera unnt í afmörkuðu líf-
félagi, svo sem er hér á landi, að meta og
færa töluleg rök að því, hvernig þessu
orkuflæði er varið og hvernig orkan nýt-
ist hverri tegund.
1 eftirfarandi grein mun fjallað um
þann innlenda gróður, sem íslenzkur
landbúnaður hefur byggzt á undanfarnar
aldir. Reynt verður að meta framleiðslu
hans og nýtingu fyrir búsmala og þær
breytingar, sem orðið hafa á gæðum og
flatarmáli nýtilegs gróðurlendis. I ljósi
þessa nytjagróðurs verður síðan leitazt
við að skoða afkornu Islendinga. En þjóð-
in hefur lengst af, að miklu leyti, byggt
afkornu sína á grasnytjum á einn eða
annan hátt.
Grasnvtjar eru í víðum skilningi af-
rakstur af gróinni útjörð og ræktuðum
túnurn, og hafa tegundir grasa og hálf-
grasa orðið þjóðinni nytjadrýgstar. Af-
koma landsmanna hefur verið komin und-
ir magni, gæðum og nýtingu uppskerunn-
ar hverju sinni. Flatarmál gróðurlendis-
ins, frjósemi jarðvegs og hlutdeild þeirra
tegunda í gróðurlendinu, sem mesta og
bezta uppskeru gátu gefið, voru þýðingar-
miklir þættir, sem höfðu áhrif á magn
og gæði uppskerunnar. Landsmönnum
tókst að nokkru leyti að hafa áhrif á fram-
leiðsluafköst gróðurlendisins til hins
verra eða betra með rányrkju eða ræktun,
en voru þó að mestu ofurseldir óviðráð-
anlegum náttúruöflum. Nýting uppsker-
unnar var tímabundin og fór meðal ann-
ars eftir staðháttum, dreifingu bvggðar-
innar, söfnunartækni, tegund búsmala og
fleiru. En að baki þeim þátturn lá mis-
lynt veðurfar, sem hinn mikli áhrifa-
valdur.
„Maðurinn er sem gras“ stendur í heil-
agri ritningu, og Matthísas Joehumsson
lætur Sigurð bónda í Dal segja, að fall-