Andvari - 01.10.1967, Page 111
ANDVARI
GRAS OG GRASNYTJAR
213
6. mynd.
Meðal fjárfjöldi frá 1800 til 1970 (áætlað) og flatarmál gróins lands, sem er til umráða fyrir hverja á.
og takmarkast þá enn á ný við uppskeru-
getu hins gróna lands. Sjá nánar mynd 1
og töflu 1.
Þegar fjáreign landsmanna eykst síð-
ast á nítjándu öld upp í 700 þúsund,
virðist fóður fyrir þann bústofn því aðeins
hafa verið nægilegt, að úthagi hafi verið
betur nýttur en hér er áætlað, að engjar
hafi verið bættar og sömuleiðis auki ;i
tækni við engjaheyskap. — A 20. öld-
inni eru heimahagar enn stórbættir með
framræslu mýra. Hefur valllendisgróður
því aukizt mjög og um leið nýtanleg upp-
skera í úthaga. Þá hefst og hin mikla túna-
ræktun og fóðrun fjár með töðu og fóður-
bæti. Þannig er landsmönnum nú fært að
hafa 800.000 fjár á fóðrum og í högum.
Ymsir hafa óttazt, að nú væri verið að
ofþyngja úthögum með beit, og landið
gæti ekki borið fleira fé í óræktuðum út-
haga. Af öðrum er þetta talin staðlaus
staðhæfing, sem gleggst megi marka á
því, að landið vaði í grasi á hverju hausti,
þrátt fyrir beitina. Hinir hafa sýnt fram
á, að fallþungi dilka fari lækkandi í þeim
héruðum, þar sem fé hefur fjölgað til
muna í högum. Niðurstöðutölur af með-
alþunga dikla í ýmsum sýslum hafa bent
til þess, að hafi ærin minna en 2.5 ha
lands til sumarhagagöngu, fari meðal-
þungi dilka rýrnandi. Nú eru þessar tölur
að vísu aðeins byggðar á lauslegum mæl-
ingum á flatarmáli gróins lands, en ekki
nákvæmum gróðurrannsóknum, en í ljósi
þeirra bollalegginga, sem hér eru gerðar
að umtalsefni, er ekki ósennilegt, að sum-
arhagar takmarki nú fjárfjöldann.1) —
Leiða má frekari rök að þeim tilgátum
með eftirfarandi útreikningi. Sé ársfóð-
ur ærinnar talið vera 7 heyhestar, er
mánaðarfóðrið að jafnaði 0.58 heyhestar.
En þar sem fóðurþörfin er mismikil eftir
árstíma og þá mun meiri yfir sumar-
mánuðina, mætti ætla, að ærin ineð
lambi þyrfti mánaðarlega yfir 0.6 hey-
hesta þann hluta ársins, sem hún er á
beit. Tilraunir á Korpúlfsstöðum hafa
1) Amór Sigurjónsson, Árbók landbúnaðar-
ins 1961 og 1962.