Andvari - 01.10.1967, Side 119
ANDVARI
GRAS OG GRASNYTJAR
221
enda þótt þeir séu mjög misjafnir að
þroska og þyngd. Þetta er aldagömul
venja, sem við erum fastheldnir á, og
byggist á þeirri reynslu bænda, að dilkar
bætta aS þyngjast eftir aS grös eru sölnuS.
En meS kálræktinni er fengin völ á beiti-
löndum, sem eru meS kostafóSri langt
fram eftir hausti. Ber aS notfæra kálbeiti-
lönd til þess aS auka fallþunga þeirra
dilka, sem rýrastir eru. Hlýtur það að
vera vafasamur búrekstur að þurfa að
leiða óþroskað ungviði til slátrunar, ef
annars vegar er völ á auðfengnu fóðri til
fitunar. Er ekki ósennilegt, að einmitt
haustfitun sláturlamba eigi eftir að taka
miklum framförum hér á landi. Gæti vel
farið svo, að einhver verkaskipting yrði
við þann búskap, þannig að bændur, sem
vel eru í sveit settir og hafa aflað sér
góðrar þekkingar í kálræktun, kaupi á
markaði rýr lömb frá öðrum bændum og
fiti þau á káli, þangað til þau næðu þeim
fallþunga, aS þau væru sláturhæf. Til
þess þyrfti fyrirkomulag slátrunar að
breytast og vera þannig, að slátrun færi
ekki frarn öll á sama tíma heldur á ýms-
um tímum ársins, eftir því sem eldisgripir
verða sláturhæfir.
Allt bendir til þess, að hér á landi verði
á komandi árum sem hingað til aðal-
áherzla lögð á að rækta gras til fóðurfram-
leiðslu en nota hross, naut og fé sem fyrsta
stigs neytendur uppskerunnar. Fram að
þessu hefur að mestu verið notazt við beit-
argagn hins óræktaða lands, en í þessum
efnum hefur viðhorfið breytzt. Það þarf
að vera unnt að byggja framtiðaráætlanir á
þeim upplýsingum, sem tilraunir um beit
á ræktuðu landi leiða í ljós. Með þær stað-
reyndir að baki er fyrst unnt að segja
fyrir um, hve margt fé er hægt að hafa
í högum. Þá er ef til vill unnt að segja,
að á 10.000 km2 ræktaðs lands, sem er
aðeins 14 hluti þess heildarlandsvæðis,
sem unnt er að klæða einhverjum gróori
með góðu móti, er hægt að ala um það
bil 5 milljónir fjár. Sé hægt að finna
lausn á þeim erfiðleikum, sem nú hindra
arðbæra fjárbeit á ræktuðu landi, mætti
stefna að hraðfara ræktunaraukningu
landsins. Það er þá vel að vita, að þjóðin
á völ á miklu ónumdu landi fyrir kom-
andi kynslóðir. Miðað við fisk og aðrar
auðlindir landsins, sem oft eru álitnar
alltakmarkaðar, er langt frá þvi að rækt-
unarmöguleikar séu fullnýttir. Byggt á
þessum forsendum ætti að vera auðvelt
að líta björtum augum á framtíð fóður-
framleiðslu af landinu og þátt landbún-
aðarafurða sem undirstöðu í lífsnaðsynj-
um þjóðarinnar.