Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 120

Andvari - 01.10.1967, Page 120
BERGSTEINN JÓNSSON: Fyrsti íslenzki stjórnmálaflokkurinn Hvar og hvenær var ÞjóðvinafélagiS stofnað? Hverjir beittu sér fyrir því og í bvaða tilgangi? Hvers vegna breyttist það á örskömm- um tíma úr háværum og róttækum stjórn- málaflokki í friðsamt og virðulegt menn- ingarfélag? Flestum mun þykja hér heldur fávís- lega spurt og væntanlega sæmra að gera slíkt i kyrrþey, svo að lítið beri á. Þegar um er að ræða félag, sem enn hefur ekki lifað og starfað í heila öld, á sér þar á ofan óslitna sögu, gefur út tvö af elztu og virtustu tímaritum (eða ársritum) landsins og hefur ávallt lotið þingkjör- inni stjórn, skyldi mega ætla, að allt liggi næsta Ijóst fyrir hverjum þeim, sem for- vitnast um svör við umgetnum spurning- um. En sé nánar að gætt kemur á daginn, að svörin eru tvenn og þrenn á boðstól- um við hverri þessara spurninga, og oft örðugt að gera upp á milli. Hér er ætlunin að reyna að gera jafn- hátt undir höfði þeim tveimur kenning- um, sem helzt eru uppi um þessi mál, hinni opinberu, ef svo mætti að orði kom- ast, þ. e. þeirri, sem fram kemur hjá dr. Páli Eggert Ólasyni í afmælisriti félags- ins frá 1921 (P. E. Ól.: „Hið íslenzka Þjóðvinafélag 1871 — 19. ágúst -— 1921. Stutt yfirlit." Rvík 1921), og hinni þing- eysku, sem fram hefur komið hjá ýmsum þingeyskum höfundum, sem að stofnun félagsins hafa vikið. Hin opinbera saga félagsins fullyrðir, að félagið hafi verið stofnað á 'fundi 17 alþingismanna, væntanlega í þingsalnum (þ. e. hátíðarsal lærða skólans; en þess er annars hvergi getið), laugardaginn 19. ágústmánaðar 1871. Hófst fundurinn klukkan 6 síðdegis, gaf félaginu nafn, samþykkti því lög til bráðabirgða og kaus loks stjórn. Alþingismenn þessir voru: Sigurður Gunnarsson þingmaður Suð- ur'Múlasýslu, prófastur á Hallormsstað. Hann var þingmaður 1869 og 1871, en áður hafði hann verið 1. þjóðfundarmað- ur Norður-Múlasýslu 1851. Stefán Eiriksson þingmaður Austur- Skaftafellssýslu, bóndi í Árnanesi í Nesj- um. Hann var þingmaður frá 1859 til dauðadags, 1884. Páll Pálsson þingmaður VesturSkafta- fellssýslu, prestur í Kirkjubæjarklausturs- þingum, síðar i Stafafelli og Þingmúla, þingmaður 1869—1879. Benedikt Sveinsson þingmaður Árnes- sýslu, fyrrverandi yfirdómari og síðar sýslumaður i Þingeyjarsýslu. Hann var þingmaður frá 1861 til dauðadags, 1899, konungkjörinn 1861 og 1863, fyrir Árnes- sýslu 1865—1879, Norður-Múlasýslu 1881—1885, Eyjafjarðarsýslu 1886—- 1891 og loks frá 1893 fyrir Norður-Þing- eyjarsýslu. Halldór Kr. Friðriksson þingmaður Reykjavíkur, yfirkennari í Reykjavík. Hann var þingmaður 1855—1885 og 1893, alltaf fyrir Reykjavík nema 1865 og 1867, er hann var konungkjörinn. Hallgrímur Jónsson þingmaður Borgar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.