Andvari - 01.10.1967, Page 120
BERGSTEINN JÓNSSON:
Fyrsti íslenzki stjórnmálaflokkurinn
Hvar og hvenær var ÞjóðvinafélagiS
stofnað?
Hverjir beittu sér fyrir því og í bvaða
tilgangi?
Hvers vegna breyttist það á örskömm-
um tíma úr háværum og róttækum stjórn-
málaflokki í friðsamt og virðulegt menn-
ingarfélag?
Flestum mun þykja hér heldur fávís-
lega spurt og væntanlega sæmra að gera
slíkt i kyrrþey, svo að lítið beri á. Þegar
um er að ræða félag, sem enn hefur ekki
lifað og starfað í heila öld, á sér þar á
ofan óslitna sögu, gefur út tvö af elztu
og virtustu tímaritum (eða ársritum)
landsins og hefur ávallt lotið þingkjör-
inni stjórn, skyldi mega ætla, að allt liggi
næsta Ijóst fyrir hverjum þeim, sem for-
vitnast um svör við umgetnum spurning-
um. En sé nánar að gætt kemur á daginn,
að svörin eru tvenn og þrenn á boðstól-
um við hverri þessara spurninga, og oft
örðugt að gera upp á milli.
Hér er ætlunin að reyna að gera jafn-
hátt undir höfði þeim tveimur kenning-
um, sem helzt eru uppi um þessi mál,
hinni opinberu, ef svo mætti að orði kom-
ast, þ. e. þeirri, sem fram kemur hjá dr.
Páli Eggert Ólasyni í afmælisriti félags-
ins frá 1921 (P. E. Ól.: „Hið íslenzka
Þjóðvinafélag 1871 — 19. ágúst -— 1921.
Stutt yfirlit." Rvík 1921), og hinni þing-
eysku, sem fram hefur komið hjá ýmsum
þingeyskum höfundum, sem að stofnun
félagsins hafa vikið.
Hin opinbera saga félagsins fullyrðir,
að félagið hafi verið stofnað á 'fundi 17
alþingismanna, væntanlega í þingsalnum
(þ. e. hátíðarsal lærða skólans; en þess
er annars hvergi getið), laugardaginn
19. ágústmánaðar 1871. Hófst fundurinn
klukkan 6 síðdegis, gaf félaginu nafn,
samþykkti því lög til bráðabirgða og kaus
loks stjórn. Alþingismenn þessir voru:
Sigurður Gunnarsson þingmaður Suð-
ur'Múlasýslu, prófastur á Hallormsstað.
Hann var þingmaður 1869 og 1871, en
áður hafði hann verið 1. þjóðfundarmað-
ur Norður-Múlasýslu 1851.
Stefán Eiriksson þingmaður Austur-
Skaftafellssýslu, bóndi í Árnanesi í Nesj-
um. Hann var þingmaður frá 1859 til
dauðadags, 1884.
Páll Pálsson þingmaður VesturSkafta-
fellssýslu, prestur í Kirkjubæjarklausturs-
þingum, síðar i Stafafelli og Þingmúla,
þingmaður 1869—1879.
Benedikt Sveinsson þingmaður Árnes-
sýslu, fyrrverandi yfirdómari og síðar
sýslumaður i Þingeyjarsýslu. Hann var
þingmaður frá 1861 til dauðadags, 1899,
konungkjörinn 1861 og 1863, fyrir Árnes-
sýslu 1865—1879, Norður-Múlasýslu
1881—1885, Eyjafjarðarsýslu 1886—-
1891 og loks frá 1893 fyrir Norður-Þing-
eyjarsýslu.
Halldór Kr. Friðriksson þingmaður
Reykjavíkur, yfirkennari í Reykjavík.
Hann var þingmaður 1855—1885 og
1893, alltaf fyrir Reykjavík nema 1865
og 1867, er hann var konungkjörinn.
Hallgrímur Jónsson þingmaður Borgar-