Andvari - 01.10.1967, Side 130
232
BERGSTEINN JÓNSSON
ANDVARI
Af þessum athöfnum segir svo í
„Skýrslu hins íslenzka Þjóðvinafélags
1873—1875“ (Khöfn 1876); „Vorið 1873
voru samtök mjög almenn á fslandi og
mikill áhugi manna að halda þjóðfund á
Þingvöllum. Til þessa fundar voru kjörn-
ir menn úr sýslu hverri og var fundur
haldinn 26.—29. júní 1873. Halldór Frið-
riksson boðaði fundinn, en Jón Guð-
mundsson var þar forseti. Á Þingvöllum
voru reist ný tjöld og nokkur umbúnaður
gerður til fundarhalds, og var að nokkru
leyti kostnaður til þess goldinn af sam-
skotafé, sem til var frá fyrri árum og
ætlað til skýlis á Þingvöllum, en sumur
kostnaðurinn var goldinn af Þjóðvina-
félaginu. Til að létta fundarmönnum
kostnað þeirra ætlaði Þjóðvinafélagið 500
rd., en af því kostnaðurinn féll lægra og
sumir fundarmenn vildu við engu fé
taka, þá var jafnað niður einungis 478
rdölum, en útborgað 317 rd. 7 sk..“
Á það skal minnt, að fundur þessi var
býsna djarfur í kröfum og róttækur, svo
að Jón Sigurðsson var þar að nokkru levti
borinn ráðum. Var ekki trútt um að
hlakkaði í sumum, er hann missti þannig
taumhaldið á hinum áköfustu flokks-
mönnum sínum.
Síðan heldur skýrslan áfram: „Á félags-
fundi í Kaupmannahöfn 18. febrúar 1874
báru upp þrír fulltrúar Þjóðvinafélagsins
og átta aðrir félagsmenn þá uppástungu,
að stofnað yrði til almenns fundar á Þing-
völlum um sumarið, bæði í hátíðarskyni
þar sem stæði til að halda þúsund ára
afmælishátíð Islands og von væri um að
konungur vor kæmi til hátíðar þessarar,
og sömuleiðis til þess að búa þjóðina undir
kosningar til hins fyrsta löggjafarþings,
og til að beina hugsunum manna í sam-
heldna stefnu, svo menn gæti varizt því
að þær stefnur, skoðanir og yfirlýsingar
kæmi fram á strjálingi og frá hendi ein-
stakra manna, sem þjóð vorri í heild
sinni væri miður hugleiknar, án þess hún
kæmi orði fyrir sig. Eftir því sem ályktað
var af fundarmönnum með 34 atkvæðum,
ritaði forseti bréf til varaforseta og for-
stöðunefndarinnar í Reykjavík þess efnis
að menn áliti það mjög æskilegt og gagn-
legt fyrir vor almennu landsmál að fund-
ur yrði haldinn á Þingvöllum í sumar og
að þangað kæmi kosnir menn úr öllum
sýslum á landinu; var þess æskt að nefnd-
armenn í forstöðunefnd Þjóðvinafélagsins
á Islandi vildi stuðla til á þann hátt sem
þeir áliti hentugastan, að þessi almenni
Þingv'allafundur gæti komizt á í sumar
og sem bezt svarað tilgangi sínum. Sér-
staklega skrifuðu tveir af fulltrúum fé-
lagsins, Tryggvi Gunnarsson og Benedikt
Sveinsson, öllum hinum fulltrúunum til
og hvöttu þá fastlega til að sækja fund-
inn. Fundurinn á Þingvöllum komst á,
svo sem þjóðkunnugt er, og var heim-
sóttur af konungi vorum og fylgd hans,
en varaforseti Þjóðvinafélagsins og nefnd
manna með honum stóð að fundarhald-
inu. Þar var aukið og fjölgað tjöldum
þeim, sem reist voru á fundinum 1873 og
ýmis annar viðbúnaður hafður, en kostn-
aður varð sem vonlegt var miklu meiri en
menn höfðu hugsað sér, og var hann ekki
goldinn enn fyrir alþing 1875, en þar
var sú ályktun gerð á fundi 22. ágúst að
Þjóðvinafélagið taki að sér Þingvallafund-
inn 1874 og greiði kostnað til hans, en
það skal eignast aftur á móti tjöld,
geymsluhús og annað sem fundinum til-
heyrði, og vonaði það að geta borgað með
samskotafé það sem vantaði til, en það
var hér um bil 1630 rd. (3260 kr.); þc er
þar í talið hér um bil 405 rd. (900 kr.),
sem eru eftirstöðvar af því, sem jafnað
var niður á sýslurnar í fyrra surnar."
I áður nefndu æviágripi Tryggva
Gunnarssonar segir þannig frá umrædd-