Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 133

Andvari - 01.10.1967, Page 133
ANDVARI TROLLDÓMUR EGILS SKALLAGRÍMSSONAR 235 „Ulfur hét maður, sonur Bjálfa og Hallberu, dóttur Úlfs hins óarga. Hún var systir Hallbjarnar hálftrolls í Hrafn- istu, föður Ketils hængs.“ Það getur varla verið tilviljun, að hér er tekið orðrétt upp úr Skáldatali. Það getur heldur varla verið tilviljun, að í fyrstu málsgrein Egilssögu er bent á það tvennt hvar ættir Snorra Sturlusonar og fósturföður hans, Jóns Loftssonar, grein- ast, og að það er trolldómur í báðum ætt- unum fram, ætt Sturlunga og Oddverja. Ætt Sturlunga er að rekja til Kveldúlfs, hamramms sonar Hellberu Úlfsdóttur, ætt Oddverja til Ketils hængs, hamramms sonar Hallbjarnar hálftrolls, bróður Hall- beru. Það er auðfundið, að ekki er frá þessu sagt ættunum til vansa, heldur er frá upphafi ættanna sagt til skilnings á fremd þeirra og veg. Svo skulum við fyrst líta á forfeður Oddaverja. Frá þeim er sagt í Egilssögu eins og til hliðar við þá Kveldúlfsniðja. úm Ketil hæng hinn eldra er ekki annað sagt en það, að til hans er rakið, þegar Kveldúlfur er ættfærður til þeirra Hrafn- istumanna í upphafi sögunnar. En það segir hins vegar mikla sögu: Ketill hæng- ur Hallbjarnarson var frægur maður með- al íslendinga á 13. öld. Það er líka til af honum saga, liklega rituð seint á þeirri öld, fornaldarsaga að visu og hálfgcrð tröllasaga, en ber þó einkenni þess að vera fornt minni, og hið sama er að segja um sögu sonar hans, Gríms loðinskinna. Þess- ar sögur hafa að vísu ekki verið ritaðar af hinum bezt menntu Oddaverjum, en hitt gæti vel verið, að nokkuð af efni sagnanna hafi verið sótt í arfsagnir, er gengið hafa meðal þeirra. Ketill hængur Hallbjarnarson hefur vissulega þótt mik- ill maður á sínum tíma, því að enn cr hans minnzt í Noregi eftir meir en 10 aldir. 1 Hrafnistu er haugur við hann kenndur, einn af fjórum mestu grafhaug- um Noregs, en í hinum þremur mestu haugunum, Asubergshaugnum, Gauk- staðahaugnum og Herlaugshaugnum á Leku, er konungafólk grafið. Af dóttursyni Ketils hængs Hallbjarn- arsonar, Katli hæng Þorkelssyni, er hins vegar meira sagt í Egilssögu en sagan virðist þarfnast. Sagt er frá flótta hans úr Noregi vegna frændsemi og vináttu hans við Þórólf Kveldúlfsson, frá land- námi hans og niðjum. Tvennt er í þeirri frásögn sérstakrar athugunar vert. Annað, að Ketill er sagður sonur Þorkels Naum- dælajarls, og þó engin grein gerð fyrir þeim jarli, svo að lesandanum finnst sem það sé móðernið, sem miklu meira máli skiptir, en það er Hrafnhildur dóttir Ket- ils hængs Hallbjarnarsonar. Hitt er, að frásögninni um Ketil hæng Þorkelsson og niðjatali hans lýkur með því, að til er nefnd Þorlaug dóttir Hrafns Hængsson- ar, er átti Jörundur goði. En þeirra synir voru Valgarður á Hofi, sem eflaust er nefndur vegna trolldóms síns, og Úlfur örgoði faðir Runólfs í Dal og Svarts í Odda, faðir Loðmundar, föður Sigfúss, föður Sæmundar fróða. Annars segir Egilssaga eigi minna óbeint en beint frá upphafi ættstuðla þeirra, er rekja má frá Kveldúlfi og Katli hæng. Má af því ráða, hversu mjög höf- undi sögunnar hefur verið það efni hug- leikið. Allur þáttur Þórólfs Kveldúlfs- sonar er þess efnis, einnig landafræðin þar, sem er frábær vegna sannfræði henn- ar. Af þeirri landafræði er ljóst, að á þeim tíma, er ættstuðlar þessir hefjast, er byggð Norðmanna um Naumdælafylki og Hálogaland ekki annað en nýlendu- byggð, nær að vísu nokkuð upp eftir Naumudalnum, en norður þaðan aðeins um annes og eyjar, enda voru öll höfuð- ból norskra manna, sem nefnd eru í fom-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.