Andvari - 01.01.1991, Side 7
Frá ritstjóra
Hér verður tekin upp sú nýbreytni að hefja Andvara með stuttri hugleiðingu
sem tengist viðfangsefnum ritsins. Á vel við að fyrsta greinin af því tagi fjalli
um bókaútgáfu og verður í því sambandi vikið sérstaklega að því forlagi sem
stendur að þessu riti, Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins,
eins og hún heitir fullu nafni. Andvari er rit þeirra aðila beggja sem steypt
var saman fyrir hálfri öld og því eðlilegur umræðuvettvangur um starfsemi
þeirra. Skal þó skýrt fram tekið að ritstjóri Andvara er ekki til þess kjörinn
eða ráðinn að marka útgáfustefnu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og
ber að líta á það sem hér segir sem hugleiðingu áhugamanns þótt tengdur sé
starfseminni.
í íslenskum bókatíðindum 1990, skrá Félags íslenskra bókaútgefenda um
bækur ársins, eru taldar 358 bækur, gefnar út á því ári, endurútgáfur með-
taldar. Þar eru þó alls ekki öll kurl komin til grafar. Einkaútgáfur eru marg-
ar, algengt er til að mynda að ungir höfundar gefi sjálfir út sögur sínar og
■jóð, - og síðan er hin umfangsmikla kennslubókaútgáfa með öllu utan við
þessa talningu. En í skránni eru taldar 29 íslenskar skáldsögur og smásagna-
söfn, 50 þýddar skáldsögur, 21 ljóðabók, 42 frumsamdar barna- og ung-
lingabækur og 56 þýddar. Ævisögur eru 38, þjóðlegur fróðleikur 16 bækur,
handbækur 20, matreiðslubækur 14, fræðibækur 24 og „ýmsar bækur“ 48.
Þetta mun vera svipað magn og undanfarin ár. Hlutföll breytast stundum
milli ára, í þetta sinn mun hafa verið minna af ævisögum en oft áður, og er
Það raunar bættur skaðinn, svo margt af slíku tagi sem er hraðsaumað til
Jólanna. Yfirleitt er drjúgur hluti útgáfunnar markaðsvarningur sem gleym-
'st jafnskjótt og jólum lýkur. Nú fiska jafnvel gróin forlög í vatni tískubund-
•nnar hjátrúar, sbr. allar bækurnar um nýaldarspeki og annað slíkt. En sem
betur fer eigum við nokkur forlög með menningarlega reisn og sum ráðast
jafnvel í nýmæli af ærnum stórhug. Má þar nefna alfræðibók Arnar og Ör-
iygs sem út kom á síðasta ári og er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku.
^ókaútgáfa Menningarsjóðs hóf undirbúning að slíku verki fyrir löngu en
hrast því miður orku til að skila því af höndum; þess í stað var tekið að gefa út
Safn uppsláttarbóka um einstök fræðasvið, en ekkert hefur bæst við það á
síðustu árum.