Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 7

Andvari - 01.01.1991, Side 7
Frá ritstjóra Hér verður tekin upp sú nýbreytni að hefja Andvara með stuttri hugleiðingu sem tengist viðfangsefnum ritsins. Á vel við að fyrsta greinin af því tagi fjalli um bókaútgáfu og verður í því sambandi vikið sérstaklega að því forlagi sem stendur að þessu riti, Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, eins og hún heitir fullu nafni. Andvari er rit þeirra aðila beggja sem steypt var saman fyrir hálfri öld og því eðlilegur umræðuvettvangur um starfsemi þeirra. Skal þó skýrt fram tekið að ritstjóri Andvara er ekki til þess kjörinn eða ráðinn að marka útgáfustefnu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins og ber að líta á það sem hér segir sem hugleiðingu áhugamanns þótt tengdur sé starfseminni. í íslenskum bókatíðindum 1990, skrá Félags íslenskra bókaútgefenda um bækur ársins, eru taldar 358 bækur, gefnar út á því ári, endurútgáfur með- taldar. Þar eru þó alls ekki öll kurl komin til grafar. Einkaútgáfur eru marg- ar, algengt er til að mynda að ungir höfundar gefi sjálfir út sögur sínar og ■jóð, - og síðan er hin umfangsmikla kennslubókaútgáfa með öllu utan við þessa talningu. En í skránni eru taldar 29 íslenskar skáldsögur og smásagna- söfn, 50 þýddar skáldsögur, 21 ljóðabók, 42 frumsamdar barna- og ung- lingabækur og 56 þýddar. Ævisögur eru 38, þjóðlegur fróðleikur 16 bækur, handbækur 20, matreiðslubækur 14, fræðibækur 24 og „ýmsar bækur“ 48. Þetta mun vera svipað magn og undanfarin ár. Hlutföll breytast stundum milli ára, í þetta sinn mun hafa verið minna af ævisögum en oft áður, og er Það raunar bættur skaðinn, svo margt af slíku tagi sem er hraðsaumað til Jólanna. Yfirleitt er drjúgur hluti útgáfunnar markaðsvarningur sem gleym- 'st jafnskjótt og jólum lýkur. Nú fiska jafnvel gróin forlög í vatni tískubund- •nnar hjátrúar, sbr. allar bækurnar um nýaldarspeki og annað slíkt. En sem betur fer eigum við nokkur forlög með menningarlega reisn og sum ráðast jafnvel í nýmæli af ærnum stórhug. Má þar nefna alfræðibók Arnar og Ör- iygs sem út kom á síðasta ári og er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku. ^ókaútgáfa Menningarsjóðs hóf undirbúning að slíku verki fyrir löngu en hrast því miður orku til að skila því af höndum; þess í stað var tekið að gefa út Safn uppsláttarbóka um einstök fræðasvið, en ekkert hefur bæst við það á síðustu árum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.