Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 8

Andvari - 01.01.1991, Page 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Fjölmiðlar fjalla jafnan mikið um nýjar bækur í jólakauptíðinni og er það í sjálfu sér gott. Nýjar skáldsögur hljóta mesta athygli og er nú svo komið að höfundar þurfa að vera eins konar blaðafulltrúar sjálfra sín og veita endalaus viðtöl. Slíkt er auðvitað álíka hégómaskapur og margt annað í fjölmiðlum og ekki um að sakast, menn verða að halda fram sinni vöru á markaðnum. En að þeirri kynningarstarfsemi slepptri kemur til kasta svonefndra gagnrýnenda að athuga framleiðsluna, vega og meta og leiðbeina almenn- ingi. Fví hlutverki sinna þeir afar illa. Manni rennur til rifja hversu umfjöllun um ný skáldverk - og reyndar önnur rit líka - er yfirborðskennd og gjörsam- lega bitlaus. Hér tíðkast það að taka vinsamlega nánast hverju sem er. í þeirri jafnaðarstefnu felst að undirmálshöfundum er lyft upp en betri höf- undum jafnframt þrýst niður í meðallagið. Það er sjálfsagt að fara mildum höndum um lítt harðnaða byrjendur. En svipdaufu og metnaðarlitlu ritfitli fulltíða fólks er ástæðulaust að taka létt á. Það verður að gera kröfur fyrir hönd bókmenntanna. Þarna hafa fjölmiðlar aðhaldshlutverki að gegna sem þeir hafa brugðist. í stað sjálfstæðrar stefnu hafa þeir í vaxandi mæli lagst undir markaðshyggju bókaútgefenda. Fyrir nokkrum árum var efnt til einhvers konar herúboðs undir forustu útgefenda til að „bjarga bókinni“ eins og það var orðað. Þær aðgerðir höfðu þau áhrif að virðisaukaskattur af bókum var felldur niður á síðasta ári. Stjórnvöld hafa þannig í verki sýnt vilja sinn að styðja við bakið á innlendri bókaútgáfu. Nú kemur til kasta útgefenda að nota sér þann byr með því að auka framboð góðra bóka á hóflegu verði. Tækniframfarir í bókaútgáfu hafa gert það að verkum að nú er hægt að gefa út pappírskiljur með litlum til- kostnaði, sem áður var ókleift. Og við þurfum líka að eignast fleiri stórforlög í orðsins fyllstu merkingu, sem ekki keppa að því einu að gefa út skotsölu- bækur og eignast bókabúðir, heldur vinna að eiginlegum stórvirkjum í út- gáfu. Af einkaforlögum sem það merki hafa reist ber að nefna forlög Haf- steins Guðmundssonar og Örlygs Hálfdánarsonar. Á sviði þýðinga á bókmenntaverkum hafa orðið verulegar framfarir á síð- ustu árum, eins og Ástráður Eysteinsson rakti í greinargóðri ritgerð í And- vara 1989. Töluvert margar álitlegar bækur af því tagi komu 1990 og hefur Mál og menning forustu í þessu þótt fleiri forlög leggi sitt fram. Þar eru sögur eftir Iris Murdoch, Isabel Allende, Nadine Gordimer, Nagíb Mahfúz, Yann Queffélec, Milan Kundera og Doris Lessing, einnig úrvalssögur frá Norður- löndum, eftir verðlaunaþega Norðurlandaráðs, Göran Tunström, Her- björgu Wassmo og Antti Tuuri, auk klassísks verks, Pella sigursæla eftir Nexö. Þá er haldið áfram að þýða stórverk Dostojevskís og kom fyrra bindi Karamazov bræðranna út á árinu. En mestum tíðindum sætir þó útgáfa þýð- inga Helga Hálfdanarsonar á öllum grísku harmleikjunum. Þótt ekki kæmi annað til teldist árið 1990 merkisár í sögu bókmenntaþýðinga á íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.