Andvari - 01.01.1991, Page 15
HALLDÓR ÞORMAR
Björn Sigurðsson
I. Inngangur
Meginundirstaða undir velmegun og bættum hag þjóða nú á dögum er sú vís-
inda- og tæknimenning, sem einkennir öld okkar. Velmegun þjóða nú fer að
langmestu leyti eftir því, hve framarlega þær standa í vísindum og tækni. Tveir
vitrir menn hafa nýlega bent á, að þjóðarauður nú á dögum er ekki fyrst og
fremst olía, kol eða málmar í jörðu, heldur sú vísindaþekking og tæknigeta,
sem þjóð býr yfir, hin nýtízkulega æðri menntun.
Þessi orð voru sögð árið 1959 og höfundur þeirra var Björn Sigurðsson
læknir og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði á
Keldum. Nokkrum mánuðum síðar var hann látinn. Með honum féll í
valinn einn fremsti vísindamaður íslendinga sem með verkum sínum
hefur borið hróður okkar lands einna víðast um heiminn. Á stuttri ævi
vann hann ótrúlega mikið starf við rannsóknir á sviði meinafræði,
bakteríufræði, veirufræði, ónæmisfræði og faraldsfræði.
Sumar rannsóknir Björns í þessum fræðigreinum eru sígildar og ber
þar hæst rannsóknir á hæggengum smitsjúkdómum og skilgreiningu
hans á þeim. En rannsóknir hans á garnaveiki í sauðfé og þær varnar-
aðgerðir sem af þeim spruttu voru ekki síður mikilvægar og spöruðu
bændum og þjóðarbúinu öllu ómælda fjármuni.
Björn var óþreytandi að eggja landa sína til dáða á sviði raunvísinda
og reyndi að gera þeim ljóst að þar dugir ekkert minna en alþjóðlegur
mælikvarði að miða sig við. Það sem hefur áunnist í íslenskum
raunvísindarannsóknum á seinustu áratugum má að miklu leyti rekja
til þess starfs sem Björn og félagar hans unnu í Rannsóknaráði ríkisins
á fimmta og sjötta áratugnum og framtaks þeirra um stofnun Vísinda-
sjóðs. Er íslenskum raunvísindamönnum hollt að minnast þessa
brautryð j endastarfs.
En minnisstæðastur verður Björn þeim sem áttu þess kost að starfa
með honum við rannsóknir. Fráfall hans sem batt svo snöggan endi á
þetta samstarf skipti sköpum fyrir framtíð sumra okkar, bæði í lífi og
starfi.