Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 20

Andvari - 01.01.1991, Page 20
18 HALLDÓR l>ORMAR ANDVARI áhuga á þjóðfélagsmálum og hafði þá óbilandi skoðun að vísindarann- sóknir og efling þeirra væru undirstaða velsældar í þjóðfélaginu. IV. Nám og rannsóknastörf erlendis Eftir að Björn Sigurðsson hafði lokið læknisprófi 1937 réðst hann sem aðstoðarmaður til Níelsar Dungals prófessors á Rannsóknastofu Há- skólans. Hann hafði þegar á námsárum sínum við læknadeild Háskól- ans unnið að rannsókn á taugaveikifaraldri í Flatey á Skjálfanda. Hon- um tókst að finna smitberann með sýklarannsókn sem hann framkvæmdi á staðnum af mikilli hugkvæmni. Björn birti um þetta grein í Heilbrigðisskýrslum 1936. Vakti hún athygli og ritaði Níels Dungal síðar að sýnt hefði verið að hér var óvenjulega efnilegur upp- rennandi vísindamaður, sem lét vel að fást við sýklarannsóknir. Níels Dungal var vel þekktur og hafði gott samband við erlenda starfsbræður sína. Þegar honum barst tilkynning um að ungum íslensk- um lækni byðist styrkur úr minningarsjóði Ernsts Carlsens og konu hans til náms og rannsókna í Danmörku hvatti hann Björn til að sækja um styrkinn. Sýnir þetta hve mikla trú Níels Dungal hafði á vísinda- hæfileikum Björns og er ekki ósennilegt að hann hafi beitt sér fyrir því að Birni yrði veittur styrkurinn. Sjóðnum var ætlað að efla rannsóknir á krabbameini og notaði Björn styrkinn til þess að leggja stund á frumuræktun við Carlsbergfondets Biologiske Institut í Kaupmanna- höfn. Forstöðumaður stofnunarinnar, prófessor Albert Fischer, var heimskunnur vísindamaður og einn af brautryðjendum í rannsóknum á frumum í frumurækt, en slíkar rannsóknir voru á þessum tíma erfiðar og ekki á færi nema fárra rannsóknastofa. Voru slíkar rannsóknir þá sem nú stundaðar til að öðlast skilning á eðli krabbameinsfrumna, auk þess sem frumurækt var notuð til rannsókna á næringarþörf frumna og efnaskiptum og að einhverju leyti til veirurannsókna. Björn hófst handa við rannsóknir á lungnaþelsfrumum í kanínum og þróun aðferðar til að rækta þær í frumurækt. Einnig rannsakaði hann áhrif frumumótefna á frumuvöxt í rækt. Um þessar rannsóknir birti hann fjórar ritgerðir í erlendum vísindatímaritum sem er góður af- rakstur tæplega tveggja ára starfs. Dr. Fischer mun hafa verið ánægður með árangur Björns. í minningargrein segir Friðrik Einarsson læknir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.