Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 23

Andvari - 01.01.1991, Page 23
andvari BJÖRN SIGURÐSSON 21 Björn mun hafa mótað þá greinargerð sem fylgdi styrkumsókninni til Rockefellersjóðsins þar sem reifaðar voru hugmyndir um bygginga- framkvæmdir, starfslið og stjórnskipulega stöðu hinnar nýju stofnun- ar. Fylgdi Björn umsókninni eftir og má ætla að jákvæð viðbrögð Rockefellersjóðsins hafi að miklu leyti ráðist af því áliti sem hann hafði unnið sér sem styrkþegi sjóðsins nokkrum árum áður. Var Björn skipaður formaður byggingarnefndar til að sjá um byrjun fram- kvæmda á Keldum. í ársbyrjun 1946 var hann svo skipaður forstöðu- maður tilraunastöðvarinnar. Auk þess að standa fyrir byggingaframkvæmdum hvíldi það á Birni að skipuleggja og annast kaup á ýmiss konar búnaði til rannsókna- stöðvarinnar, velja og kaupa tæki, bækur, tímarit og fleira sem til þurfti. Má gera sér í hugarlund hverju grettistaki hann lyfti á þessum árum, þegar einnig er haft í huga að heimsstyrjöldinni var þá nýlokið og erfitt um öll innkaup vegna hafta af ýmsu tagi. Björn sló þó hvergi af gæðakröfum og tókst að byggja upp rannsóknastofnun sem var sam- bærileg við það sem best gerðist annars staðar. Jafnframt þessu starfi stundaði Björn rannsóknir á garnaveiki og mæði og naut nú enn drengilegs stuðnings Níelsar Dungals á Rannsóknastofunni við Bar- ónsstíg, þar sem hann hafði enn vinnuaðstöðu. Haustið 1948 voru byggingar á Keldum að mestu fullbúnar og flutt- ist þá Björn þangað ásamt starfsliði sínu og hóf rannsóknastarf í eigin húsnæði. Uppbyggingarstarfinu var þó ekki lokið og má segja að það hafi haldið áfram á meðan Björn lifði. Stöðugt var bætt við húsa- og tækjakost, landareignin aukin og prýdd. Pótt hagnýtar framkvæmdir sætu í fyrirrúmi lét Björn sér einnig annt um fegrun staðarins með ræktun blóma og trjáa. Bar þetta glöggt vitni um yndi hans af hinu fagra í lífinu, hvort sem um var að ræða fagrar listir eða fegurð lands- ins. Skömmu eftir að tilraunastöðin tók til starfa á Keldum flutti Guð- mundur Gíslason læknir starfsemi sína þangað frá Rannsóknastofu Háskólans. Guðmundur hafði um árabil verið samstarfsmaður Níelsar Dungals um rannsóknir á sauðfjársjúkdómum, hafði unnið brautryðj- andastarf við greiningu á mæði og fleiri sjúkdómum og var allra manna best að sér um faraldsfræði þeirra. Guðmundur réðst árið 1943 sem sérfræðingur til Sauðfjársjúkdómanefndar sem sá um varnaraðgerðir gegn karakúlsjúkdómum á vegum landbúnaðarráðuneytisins. Hann sinnti þessu starfi til dauðadags 1969 og hafði vinnuaðstöðu á Keldum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.