Andvari - 01.01.1991, Page 25
andvari
BJÖRN SIGURÐSSON
23
þótt það hefði verið notað víða erlendis um árabil til greiningar á
garnaveiki. Hvorttveggja var að prófið gaf neikvæða svörun á fyrstu
stigum sýkingar, og eins var jákvæð svörun ekki óalgeng í ósýktu fé.
Tilraunir höfðu verið gerðar erlendis með blóðpróf, svonefnt
komplementbindingspróf, til greiningar á garnaveiki, en það reyndist
ónothæft.
Björn hóf tilraunir með nýtt komplementbindingspróf til að greina
garnaveiki. í stað antigens úr ræktuðum garnaveikibakteríum, sem
voru notaðar í erlenda prófinu, vann hann antigenið úr sjúkri
garnaslímhúð. Hafði þetta ekki verið reynt áður og bar góðan árangur.
Blanda af antigeninu og blóðsermi úr sýktri kind batt komplement á
sérhæfðan hátt. Antigenið, sem virtist vera prótín, var hreinsað með
ýmsum aðferðum til þess að auka styrk þess og sérhæfni og til að losna
við óhreinindi sem hindruðu bindingu komplements. Blóðsýni úr
sýktum og ósýktum kindahópum voru prófuð með komplementbind-
ingsprófinu til að kanna viðkvæmni þess og sérhæfni. Yfir 90% sýktra
kinda gaf jákvætt svar í prófinu og þar af var um helmingur nýlega
sýktur. Blóðsýni úr kindum af ósýktum svæðum voru hins vegar öll
neikvæð. Blóðprófið var því mun áreiðanlegra til greiningar á sjúk-
dómnum en húðprófið. Um þessar rannsóknir birtust fimm greinar í
virtum erlendum vísindatímaritum á árunum 1945 til 1947.
Eftir að fundist hafði áreiðanlegt blóðpróf til þess að greina garna-
veiki á byrjunarstigi hóf Björn tilraunir með bólusetningu gegn veik-
inni. Bólusetning gegn garnaveiki í nautgripum var fyrst reynd í Frakk-
landi árið 1924 og voru lifandi en meinlausir bakteríustofnar notaðir
sem bóluefni. Fótt bólusetningin virtist vernda dýrin gegn sjúkdómn-
um var þó erfitt að meta árangurinn vegna þess að ekki voru notaðar
óbólusettar hjarðir til samanburðar. Tilraunir bentu þó til að bólusetn-
ingin kæmi ekki að öllu leyti í veg fyrir náttúrulegt smit. Auk þess var
ákveðin hætta því samfara að nota lifandi bakteríur til bólusetningar,
m a. vegna möguleika á að meinvirkni þeirra breyttist. í stað lifandi
baktería notaði Björn dauðar garnaveikibakteríur sem bóluefni. Bakt-
en'ugróður var drepinn við 70° C í eina klukkustund og þurrkaður.
Akveðið magn af þurrkuðum bakteríum var hrært út í paraffínolíu og
1-2 ml dælt undir húð innan á læri. Blóðsýni voru tekin reglulega og
prófuð með komplementbindingsprófi til að fylgjast með mótefna-
myndun í bólusettu kindunum. Einnig voru gerð húðpróf.
Með slíkum tilraunum tókst að ákvarða hvaða bóluefnisskammtur