Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 25

Andvari - 01.01.1991, Page 25
andvari BJÖRN SIGURÐSSON 23 þótt það hefði verið notað víða erlendis um árabil til greiningar á garnaveiki. Hvorttveggja var að prófið gaf neikvæða svörun á fyrstu stigum sýkingar, og eins var jákvæð svörun ekki óalgeng í ósýktu fé. Tilraunir höfðu verið gerðar erlendis með blóðpróf, svonefnt komplementbindingspróf, til greiningar á garnaveiki, en það reyndist ónothæft. Björn hóf tilraunir með nýtt komplementbindingspróf til að greina garnaveiki. í stað antigens úr ræktuðum garnaveikibakteríum, sem voru notaðar í erlenda prófinu, vann hann antigenið úr sjúkri garnaslímhúð. Hafði þetta ekki verið reynt áður og bar góðan árangur. Blanda af antigeninu og blóðsermi úr sýktri kind batt komplement á sérhæfðan hátt. Antigenið, sem virtist vera prótín, var hreinsað með ýmsum aðferðum til þess að auka styrk þess og sérhæfni og til að losna við óhreinindi sem hindruðu bindingu komplements. Blóðsýni úr sýktum og ósýktum kindahópum voru prófuð með komplementbind- ingsprófinu til að kanna viðkvæmni þess og sérhæfni. Yfir 90% sýktra kinda gaf jákvætt svar í prófinu og þar af var um helmingur nýlega sýktur. Blóðsýni úr kindum af ósýktum svæðum voru hins vegar öll neikvæð. Blóðprófið var því mun áreiðanlegra til greiningar á sjúk- dómnum en húðprófið. Um þessar rannsóknir birtust fimm greinar í virtum erlendum vísindatímaritum á árunum 1945 til 1947. Eftir að fundist hafði áreiðanlegt blóðpróf til þess að greina garna- veiki á byrjunarstigi hóf Björn tilraunir með bólusetningu gegn veik- inni. Bólusetning gegn garnaveiki í nautgripum var fyrst reynd í Frakk- landi árið 1924 og voru lifandi en meinlausir bakteríustofnar notaðir sem bóluefni. Fótt bólusetningin virtist vernda dýrin gegn sjúkdómn- um var þó erfitt að meta árangurinn vegna þess að ekki voru notaðar óbólusettar hjarðir til samanburðar. Tilraunir bentu þó til að bólusetn- ingin kæmi ekki að öllu leyti í veg fyrir náttúrulegt smit. Auk þess var ákveðin hætta því samfara að nota lifandi bakteríur til bólusetningar, m a. vegna möguleika á að meinvirkni þeirra breyttist. í stað lifandi baktería notaði Björn dauðar garnaveikibakteríur sem bóluefni. Bakt- en'ugróður var drepinn við 70° C í eina klukkustund og þurrkaður. Akveðið magn af þurrkuðum bakteríum var hrært út í paraffínolíu og 1-2 ml dælt undir húð innan á læri. Blóðsýni voru tekin reglulega og prófuð með komplementbindingsprófi til að fylgjast með mótefna- myndun í bólusettu kindunum. Einnig voru gerð húðpróf. Með slíkum tilraunum tókst að ákvarða hvaða bóluefnisskammtur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.