Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 29

Andvari - 01.01.1991, Page 29
ANDVARI BJÖRN SIGURÐSSON 27 mænusóttarveiru. Öll próf voru neikvæð og ekki tókst að einangra sýkilinn, en sannað þótti að hann væri ekki mænusóttarveira. Faraldr- ar sem líktust Akureyrarveiki komu upp á Vestfjörðum og Fórshöfn á Langanesi árið 1956. Mænusóttarveira greindist ekki í sjúklingunum, þótt sýni væru prófuð í frumugróðri sem er næmur fyrir veirunni. Björn Sigurðsson birti nokkrar greinar um Akureyrarveikina í er- lendum læknatímaritum. í smágrein sem birtist í breska læknablaðinu The Lancet sumarið 1956 bendir Björn á að Akureyrarveikin sé ekki á neinn hátt frábrugðin svipuðum faröldrum sem seinna hafi verið lýst í öðrum löndum og leggur til að þeim sé öllum skipað í sama flokk. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort hér sé ef til vill um nýjan sjúkdóm að ræða. Þeirri spurningu hefur ekki enn verið svarað og or- sakir Akureyrarveikinnar og skyldra sjúkdóma óþekktar, þrátt fyrir framfarir sem orðið hafa síðustu áratugi í greiningu á veirusýkingum. Árið 1949 varð gjörbylting í rannsóknum á dýra- og mannaveirum þegar bandaríska veirufræðingnum John Enders og samstarfsmönnum hans tókst að rækta mænusóttarveirur í margskonar manna- og apa- frumum í tilraunaglösum. Nú varð greining á mænusóttarveiru og mótefnum gegn henni margfalt auðveldari en áður og menn eygðu möguleikann á að framleiða bóluefni gegn sjúkdómnum. Framfarir urðu miklar í frumurækt á árunum um og eftir 1950. Þetta varð til þess að hver veiran á fætur annarri var ræktuð í ýmsum tegundum frumu- gróðurs, bæði þekktar veirur, sem fram til þessa höfðu verið rannsak- aðar í tilraunadýrum, og einnig urmull af nýjum og áður óþekktum veirum. Björn Sigurðsson tók hina nýju tækni fljótlega í notkun til þess að fylgjast með gangi mænusóttarfaraldra hér á landi. Voru bæði gerð- ar mótefnamælingar á börnum til þess að ákvarða hvaða gerð mænu- sóttarveiru væri á ferð hverju sinni, og einnig var einangruð veiran er olli hinum illræmda faraldri sem gekk hér veturinn 1955-1956. Eins var fylgst með mótefnasvörun barna þegar bólusetning gegn mænusótt hófst hér haustið 1956. Björn var ráðunautur heilbrigðisyfirvalda um skipulagningu og framkvæmd bólusetningarinnar. Eins og fram hefur komið vann Björn mikið starf á þessum árum við rannsóknir á ýmsum veirusýkingum í mönnum enda ráðgjafi heil- brigðisstjórnar á því sviði. Einnig tók hann þátt í alþjóðlegu samstarfi og sótti ráðstefnur erlendis. Ein seinasta ráðstefnan sem hann sótti var alþjóðaþing um mænusótt sem var haldið í Genf sumarið 1957. Þar skýrði hann frá rannsókn sinni á heilahimnubólgufaraldri sem gekk í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.