Andvari - 01.01.1991, Page 32
30
HALLDÓR ÞORMAR
ANDVARl
hrörnunarbreytingar í taugafrumum. í visnu fundust hins vegar miklar
og útbreiddar bólgubreytingar í miðtaugakerfi, ásamt verulegum
skemmdum í mænu- og heilahvítu sem lýstu sér í afmýlingu tauga-
þráða. Tilraunir leiddu í ljós að hægt var að sýkja lömb af visnu með
því að dæla síund af mænu eða heila visnusjúkra kinda beint inn í heil-
ann á lömbunum. Ytri sjúkdómseinkenni komu ekki í ljós fyrr en eftir
nokkra mánuði eða jafnvel ár og lýstu sér þá á sama hátt og í náttúru-
legri visnu og enduðu með lömun og dauða. Hins vegar fjölgaði frum-
um í mænuvökva mjög fljótlega eftir sýkingu og hélst það mánuðum
saman samfara bólgu í mænu og heila. í einni sýkingartilrauninni tókst
að sýkja lömb með tærri síund af sjúkum kindarheila sem hafði verið
síuð í gegnum bakteríuþétta síu. Með þessari klassísku aðferð veiru-
fræðinnar var sýnt fram á að visnusýkillinn er „síanlegur vírus“. Páll
Agnar Pálsson og Halldór Grímsson unnu lengst með Birni að þessum
rannsóknum.
Árið 1954 var Birni boðið að halda fyrirlestra um rannsóknir sínar
við Konunglega dýralæknaskólann í London. Þar setti hann fyrst fram
kenningu sína um hæggenga smitsjúkdóma. Pessi kenning var byggð á
rannsóknum á visnu og mæði sem áður var lýst og þá einkum á
sýkingartilraununum. Ef gangur visnu og mæði var borinn saman við
bráða smitsjúkdóma annars vegar og langvinna eða króniska smitsjúk-
dóma hins vegar, var hann í eðli sínu frábrugðinn báðum. Meðgöngu-
tíminn var margfalt lengri en í bráðum sjúkdómum. Sjúkdómsgangur-
inn var hins vegar miklu reglulegri en í langvinnum sjúkdómum, t.d.
berklaveiki, þar sem sjúkdómseinkenni geta komið og horfið og síðan
tekið sig upp að nýju án þess að hægt sé að segja fyrir um endalokin. í
grein sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1958 lýsir Björn skilgreiningu
sinni á hæggengum smitsjúkdómum:
Ef menn vilja fallast á að hugsa sér sérstakan flokk smitsjúkdóma samkvæmt
framansögðu, hvernig ætti þá að einkenna hann? Hvaða sameiginleg sérkenni
hafa hinir annarlega hæggengu smitsjúkdómar, sem greina þá frá öðrum smit-
sjúkdómum?
Ég hef stungið upp á að einkenna þennan flokk smitsjúkdóma með eftirfar-
andi sérkennum:
1. Frá því að sýkingarefni berst inn í líkamann og þar til greinilegra einkenna
urn sýkingu verður vart, líður langur tími, nokkrir mánuðir eða nokkur ár.
2. Eftir að ytri einkenni eru komin í ljós, standa þau lengi og enda að jafnaði
með alvarlegum sjúkdómi eða dauða.