Andvari - 01.01.1991, Page 34
32
HALLDÓR ÞORMAR
ANDVARI
IX. Efling raunvísinda á íslandi
Eins og áður er sagt hafði Björn Sigurðsson þegar á háskólaárum sín-
um mikinn áhuga á eflingu vísindarannsókna og kennslu í vísinda-
greinum við Háskóla íslands. Töldu hann og félagar hans að hér þyrfti
að skapa alþjóðleg skilyrði fyrir vísindastarfsemi og brugðust hart við
þegar kunnur íslenskur vísindamaður úr læknastétt varð að hverfa úr
landi vegna skorts á starfsskilyrðum og skilningsleysis yfirvalda.
Eftir heimkomuna frá Bandaríkjunum árið 1943 tók Björn upp
þráðinn að nýju og var sama ár skipaður í Rannsóknaráð ríkisins sem
var stofnað árið 1940. Á þessum vettvangi barðist hann fyrir bættri að-
stöðu rannsóknastarfsemi í landinu, einkum á sviði atvinnulífsins. Eft-
ir að Tilraunastöðin á Keldum var tekin til starfa lét hann ekki heldur
sitt eftir liggja við úrlausnir ýmissa hagnýtra vandamála landbúnaðar-
ins, ekki einungis hinna stóru vandamála svo sem garnaveiki og mæði,
heldur fjölmargra annarra.
í greinum sem Björn ritaði árið 1944 bendir hann á nauðsyn þess að
íslendingar annist sjálfir vísindalegar rannsóknir á viðfangsefnum at-
vinnuveganna og færir rök að því að ekki dugi að hagnýta reynslu ann-
arra þjóða óbreytta. Það þurfi til dæmis þekkingu á íslenskri mold til
þess að vita hvers megi vænta af henni um vöxt nytjajurta. Með rann-
sóknum verðum við að læra hvernig best megi breyta fiskafurðum okk-
ar í verðmæta vöru. Keppinautarnir kenni okkur það ekki. Óhugsandi
sé að atvinnulífið nái nauðsynlegum þroska án þess að í landinu sé unn-
ið vísindalega að vandamálum þess. Hann nefnir nokkur brýn verk-
efni, svo sem rannsóknir á vinnslu og geymslu fiskafurða, búfjársjúk-
dómum, jarðvegsefnafræði, plöntuerfðafræði og jarðhita. Telur Björn
að hér á landi hafi ríkið eitt bolmagn til að standa undir rannsókna-
starfsemi af þessu tagi, en bendir á áhugaverða leið til fjármögnunar á
rannsóknum í fiskiðnaði:
Virðist ekki ótrúlegt, að hentugasta fyrirkomulagið á rekstri þessháttar starf-
semi væri, að stofnaður yrði myndarlegur sjóður til að standa undir henni og
honum sett fjárhagsstjórn skipuð af nokkrum þeirra aðilja, sem við málið yrðu
riðnir. Mætti síðan hugsa sér að eitthvert smávegis gjald af hverju tonni út-
fluttra fiskafurða (lýsis, fisks o.s.frv.) rynni árlega í þennan sjóð og að framtíð
starfseminnar yrði þannig fjárhagslega tryggð.