Andvari - 01.01.1991, Page 46
44
HJALMAR GULLBERG
ANDVARI
Nýársprédikun
(byggt á dœmisögu Jesú um ófrjósama fíkjutréð, Lúk. 13, 6-9)
Nú hljóðni gleðióp og andvörp manns
við orðið stœrst, sem nýársdagur færir,
ó, mannkyn þér, sem þegni skaparans,
að þú ert fíkjutré í garði hans,
hið fremsta alls, sem fæðir jörð og nœrir.
Hvert ár hann kemur helgum himni frá
að heimta ávöxt sinn af jarðargróða.
Hann finnur gullin aldin, öx og strá
og ótal ber á runnum, stór og smá.
Hve frjó og rík er fagra jörðin góðal
Hann fer þar til sem fíkjutréð hans er.
Enn fuglar hvíla væng og kvaka í greinum.
En smitað lim og lestan stofn hann sér.
„Ég læt það falla, allt er rotið hér,
og mér það skilar aldrei arði neinum“.
,/E, lát það standa árið, þetta eitt!“
- Svo oss til líknar garðsins vörður biður,
sú var hans bæn um aldir, ætíð veitt. -
„Þá er mín von ég fái trénu breytt,
en annars, Herra, höggur þú það niður“.