Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 49

Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 49
andvari JÓRVÍKURFÖR í EGILS SÖGU 47 skáldskap. Eiríkur konungur bauð honum heim og hann tók skáldskapinn með sér til Englands. Ef við hefðum enga sögu mundum við sennilega draga af þessu þá ályktun að ósátt hefði verið með Agli og konungi en vinur beggja, Arinbjörn, hafi komið á sættum með þeim sem hafi leitt til þess að konungur bauð Agli að heimsækja sig og Egill kom á fund hans og flutti honum kvæði sem eins kon- ar skaðabætur fyrir það sem hann hafði misgert við konung og þá höfuð sitt að launum. Hér er þó rétt að hafa í huga að fræðimenn greinir á um hvort Höfuðlausn sé svo gamalt kvæði að hún geti verið eftir Egil.2 í 28. og 29. vísu Eglu er minnst á deilur milli Egils og þeirra konungs og drottningar. Ef þær eru rétt feðraðar sýna þær að Agli hefur fundist að þau hjónin hafi beitt hann rangindum og hindrað hann í að ná rétti sínum, og hann biður þeim bölbæna og biður guðina að reka þau frá landi sínu. Slík ádeila, sem jaðrar við níð, hefði verið nægt tilefni til reiði konungs, og það virðist rökrétt að bæta fyrir þvílíka misgerð með lofkvæði. En samkvæmt sögunni hafði Egill þó gert miklu meira af sér: drepið barnungan son þeirra konungs og drottningar auk ýmissa vina þeirra og stuðningsmanna. Frásögn af því styðst við 31. vísu. En vísan er tvíræð og hægt að túlka hana svo að Egill segist hafa bakað sér reiði sonar Eiríks og Gunnhildar og drepið 13 menn. Fessi vísa er ekki meðal þeirra lausavísna í Egils sögu sem mest ástæða er til að telja svo gamlar sem sagan segir. Ekkert mælir móti því að höfundur sög- unnar hafi sjálfur ort hana. Annálar Engilsaxa greina frá því að Eiríkur Haraldsson, norskur konung- ur, hafi verið tekinn til konungs á Norðymbralandi öðru hverju á árunum 948 til 954, og er það í þokkalega góðu samræmi við tímatal í Egils sögu.3 Þrátt fyrir þessar vísbendingar um að frásögn Egils sögu um heimsókn Eg- ils í Jórvík eigi sér sannsögulegar rætur er óhjákvæmilegt að líta svo á að Egill Skallagrímsson sá sem birtist í Egils sögu sé sköpunarverk rithöfundar á 13. öld, engu síður en Jón Hreggviðsson í íslandsklukkunni er sköpunar- verk Halldórs Laxness. Fjöldinn allur af einstökum atriðum sögunnar og samtöl hennar hlýtur að vera skáldskapur höfundar, sem hefur kosið að not- færa sér ákveðnar sagnir og upplýsingar úr munnlegri geymd en hafna öðr- um, jafnframt því sem hann hefur gefið sögunni form með því að leggja meg- ináherslu á ákveðin atvik og draga fram ákveðna þætti í skapgerð aðalpersónanna. Samt er engin ástæða til að efast um að höfundur þessi hafi stuðst við munnmælasögur og forðast að skrifa nokkuð sem braut í bága við fróðleik þeirra um söguhetju hans. Hér verður ekki frekar reynt að giska á sögulegar staðreyndir, en eins og sagan um Jórvíkurför er sögð í Eglu hlýtur hún að teljast dæmi þess að ann- aðhvort í meðferð höfundar eða munnlegri geymd hefur orðið til frásögn sem afar erfitt ef ekki ómögulegt er að hugsa sér að fylgi staðreyndum. Það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.