Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 52
50
VÉSTEINN ÓLASON
ANDVARI
þótt vera megi að konungur og Kveldúlfur sjái það rétt að stolt Pórólfs sé
meira en góðu hófi gegnir í konungsþjónustu, er greinilegt að konungur
sýnir ofsa og rangindi þegar hann rænir Þórólf eignum og sviptir hann hlunn-
indum, og eftir það á Þórólfur einskis annars úrkosti en berjast gegn konungi
eða hverfa úr landi. Síðari kostinn taka frændur hans eftir að konungur hefur
drepið hann og þeir hafa komið fram nokkrum hefndum. Samkvæmt Egils
sögu er því mótsögn milli sæmdar hins frjálsa höfðingja og konungsþjónustu
sem ekki verður vart við í þáttum. Sagan greinir svo frá íslenskum landnáms-
mönnum sem afstaða þeirra til konungsvaldsins hafi verið miklum mun óbil-
gjarnari en hjá þeim afkomendum þeirra sem seinna leituðu á konungsfund
til að afla sér sæmdar, og það er greinilega leitt í ljós hvaða hættur felast í
konungsþjónustu.
Eftir að komið hefur til fullrar óvináttu milli ættar Kveldúlfs og Haralds
hárfagra flýja þeir feðgar Kveldúlfur og Skallagrímur til íslands og nema þar
land, og mætti búast við að deilunni væri þar með lokið, því að í Eglu eins og
mörgum öðrum fornsögum er litið á ísland sem griðastað utan við valdsvið
konunga þar sem bændur geti haldið fornum rétti, frelsi og sæmd. Þetta sjón-
armið hefur greinilega verið þáttur í sjálfsmynd hins íslenska samfélags á 13.
öld, hversu gamalt sem það kann að vera.
Eftir það sem á undan var gengið mætti ætla að afkomendur Kveldúlfs
hefðu forðast að koma til Noregs eða eiga nokkur samskipti við valdamenn
þar. En það fer á annan veg. Eitthvað teygir syni Skallagríms, fyrst Þórólf og
síðan Egil, til að leita frægðar og frama utan lands, og hirðir konunga draga
þá til sín eins og segull járn. Yngri Þórólfur kemst í vinfengi við konungsefn-
ið og síðar konunginn Eirík blóðöx og konu hans Gunnhildi, en Egill er ekki
fyrr kominn í nánd við þau en átök hefjast. Ekki er ástæða til að rekja hér
hvernig átökin magnast eftir að Egill hefur tilkall til landeigna í Noregi fyrir
hönd konu sinnar, en hámarki ná þau í 56. til 57. kap. þar sem Egill sækir mál
sín á Gulaþingi gegn vinum konungs og í návist hans.
Augljóst er að hvorki Egill né höfundur sögu hans telja konung hafinn yfir
lögin; þvert á móti ætti hann að vernda þau. Samt sem áður blanda menn
konungs sér í málin þegar Egill sýnist vera í þann veginn að vinna. Þeir
hleypa upp dómi og sækjast eftir lífi Egils, sem kemst undan á flótta. Kon-
ungur virðist í fyrstu ætla að gæta hluleysis en það er drottning sem tekur
frumkvæði að lögleysu, og viðbrögð Egils eru svo ofsafengin að konungur
bregst hinn reiðasti við. Þótt Egill sé friðsamur og óáleitinn heima á Borg
fylgir hann eftir kröfum, sem hann telur réttmætar, af fullkomnu tillitsleysi
til aðstæðna og manna munar, og konungur getur ekki þoiað slíkt, enda óvild
milli þeirra frá fyrri tíð.
Höfundur Egils sögu lætur ekki lesanda sinn vera í vafa um að lögin og
helgað þing hafi talist heilög, og það er á grunni þeirrar trúar sem Egill bygg-