Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 65

Andvari - 01.01.1991, Page 65
ANDVARI NOKKUR ORÐ UM EMILY DICKINSON 63 Nokkur orð um Emily Dickinson Ef skáld hefur nokkurn tima ort fyrir skrifborðsskúffuna sína, þá var það Emily Dick- inson. Meðan hún var og hét, birti hún ekki á prenti nema sjö stutt ljóð, en þegar hún dó, lét hún eftir sig um tvö þúsund! Það var þó vitaskuld ekki kvæðafjöldinn sem skip- að hefur henni sess á æðsta palli bandarískra skálda, heldur þróttur og magn ímynd- unarafls þess og tilfinninga, sem hún hneppir á sinn stuttorða hátt oftast í látlausar ferhendur. Hún orti um það, sem sumir hafa kallað hina einu þrenningu sem um sé vert að fjalla: ástina, dauðann og eilífðina. Ljóð hennar eru því gjarnan innhverf, þótt hún noti tíðum líkingar úr náttúrunni. Og þótt dulúð hennar geti stundum minnt á breska skáldið William Blake, er svipmót kvæða hennar einatt svo persónulegt, að varla getur nokkurn tíma leikið vafi á því hver höfundurinn er. íslendingar ættu að kunna vel að meta formið, sem er náskylt ferskeytlunni. Emily Dickinson fæddist í Amherst í Massachusetts ríki hinn 10. desember 1830. Hún var af gömlum púritönum komin; ættin hafði búið í Nýja-Englandi í átta kynslóð- ir. Afi hennar var einn af stofnendum Amherst College, sem enn telst meðal merkari menntastofnana vestanhafs, og faðir hennar virtur lögfræðingur, sem um skeið átti sæti á þingi Bandaríkjanna í Washington. I æsku hlaut Emily góða menntun, fyrst í Amherst en síðan í Mount Holyoke kvennaskólanum í South Hadley, skammt frá Amherst. Hún er sögð hafa verið frísk og fjörug stúlka, en fremur ófríð og einstaklega heimakær; hún hætti í kvennaskólan- um eftir ár af því að henni leiddist að heiman. Hún dvaldist eftir það alla tíð í föður- garði og giftist aldrei - fór raunar ekki nema sjaldan út fyrir bæjarmörkin í Amherst. Þá ferðaðist hún einhvern tíma til Boston og stóð við bæði í New York og Fíladelfíu á leið að heimsækja föður sinn í Washington meðan hann sat á þingi. Innan við tvítugt varð Emily ástfangin af ungum lærisveini föður hennar, Benjamin Newton. Ekki er vitað með vissu hvort hann endurgalt tilfinningar hennar, en bæði var, að hann var berklaveikur og dó fáum árum síðar, og eins hitt, að hann var of fá- tækur til að stofna til hjúskapar, jafnvel þótt faðir Emily, strangur og siðavandur sem hann var, hefði gefið samþykki sitt. Vitað er þó að þau áttu mikið saman að sælda um skeið, og Newton hafði sterk áhrif á hina verðandi skáldkonu - ýtti undir uppreistar- kennd hennar og sjálfræði. Seinna mun Emily hafa fellt ástarhug til Carles Wadsworth, sem var kvæntur prestur í Fíladelfíu, en hann heimsótti hana nokkrum sinnum í Am- herst eftir fyrstu kynni þeirra í heimaborg hans. Þegar hann hlýddi kalli til brauðs í Kaliforníu 1862, varð það áfall fyrir Emily, eins og sum ljóð hennar bera vitni um. Það eru þessi tvö tilfinningaslit, sem hún er talin eiga við, þar sem hún segir í einu af seinni ljóðum sínum: „Tvisvar lokaðist lífið mér / fyrir lok þess . . .“ Þegar á leið ævina, gerðist Emily æ sérlundaðri og nánast alger einfari, fór sjaldan út úr húsi og klæddist ekki öðrum lit en hvítu. Hartnær einu mökin sem hún átti við vini sína - og umheiminn yfirleitt - voru gagnorð bréf, sem hún ritaði ógrynni af og lét þá oft kvæði fljóta með.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.