Andvari - 01.01.1991, Page 66
64
HALLBERG HALLMUNDSSON
ANDVARI
Á bókmenntasviðinu voru það einkum tvær manneskjur, sem hún átti samneyti við.
Önnur var æskuvinkona hennar, Helen Hunt Jackson, sem kunn er fyrir skáldsöguna
Ramónu. Henni var vel ljóst hvert skáld Emily var og hvatti hana eindregið - en ár-
angurslaust - til að fá ljóðin út gefin. Hin var Thomas W. Higginson, rithöfundur,
prestur og herforingi, sem stjórnaði fyrsta blökkumannaherfylkinu í Þrælastríðinu.
Hann var um langt skeið bókmenntalegur ráðunautur hennar, en réði henni frá útgáfu
- taldi ljóðin ekki mundu falla að tíðarandanum.
Þegar Emily Dickinson lést, 14. maí 1886, lét hún, sem fyrr segir, eftir sig um tvö þús-
und kvæði á ýmsu stigi - sum fullgerð, sum ekki nema brot. Hluti þessa safns var fyrst
gefinn út árið 1890. Um þá útgáfu sáu Higginson og Mabel Loomis Todd, skáldkona
sem nú er betur kunn einmitt fyrir þau umsvif sín en eigin skáldskap. Viðtökurnar voru
slíkar að þau birtu annað bindi árið eftir og Todd hið þriðja árið 1896. Tveim árum
áður, 1894, hafði hún einnig ritstýrt fyrsta bréfasafni skáldkonunnar. Síðan hafa birst
fjölmargar útgáfur bæði á ljóðum Dickinsons og bréfum. Þá sem best er talin undirbjó
Thomas H. Johnson, sem einnig reit ævisögu hennar. Hvortveggja kom út árið 1955.
Þýð.