Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 69

Andvari - 01.01.1991, Page 69
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS OlSLASONAR 67 varð hann þess vísari að ísleifur á Brekku, faðir Gísla, hugðist styrkja hann til siglingar og frekara náms og Hallgrímur Scheving hefði sama í hyggju. Það mun hafa verið ein ástæðan til að hann varð vetri lengur í Bessastaða- skóla en nauðsyn krafði. Lokaprófið var haldið 24.-27. maí 1831. Það gekk með sama glæsibrag og löngum áður. Konráð varð efstur og var með ágætis- einkunn og fyrstu einkunn í öllum greinum nema tveimur. Líf skólasveina á Bessastöðum var hart og þægindasnautt. Þeir iðkuðu mikið sund og glímur, en sá bókakostur sem þeir höfðu helst undir höndum voru íslensk fornrit og latneskir og grískir höfundar. Páll Melsteð sagnfræð- ingur segir að sálin hafi orðið forneskjuleg og hálfklassísk, enda lítið hugsað um annað en hetjuöld Grikkja og Róntverja og fornöld Norðurlanda.8 Það segir fátt af Konráði meðan hann var í Bessastaðaskóla. Páll Melsteð segir að hann hafi oft verið þögull og fáskiptinn, en þegar því var að skipta gat hann verið gamansamur.9 Hann þótti bráðlyndur og fékk þann vitnis- burð hjá Jóni lektor Jónssyni að hann væri fauti.10 Það breyttist ekki á langri ævi. Páll Melsteð segir að heldur kalt hafi verið milli hans og Jónasar Hall- grímssonar og Konráð staðfesti það í bréfi til föður síns þar sem hann segir: „Við hann hefi eg mestar brösur átt í skóla“.11 Svipuðu máli gegndi um sam- band hans við Tómas Sæmundsson á þessum árum að því er ráða má.,2 Hins vegar eignaðist hann tryggðavini sem ræktu vináttu við hann ævilangt. Má þar nefna séra Stefán Þorvaldsson og Magnús Eiríksson og góð vinátta var með honum og sessunaut hans úr neðra bekk, Gísla ísleifssyni, en hún virð- ist hafa gufað upp á háskólaárunum. II Kynni Konráðs við Gísla og fjölskylduna á Brekku á Álftanesi leiddu til þess að ísleifur styrkti hann til utanferðar og háskólanáms í Kaupmannahöfn. Að auki bauð ísleifur Konráði að dveljast á Brekku eftir að stúdentsprófi lauk þar til hann sigldi. Síðasta varðveitta bréf Konráðs áður en hann sigldi er dagsett þar. Brynjólfur Benediktsen segir hins vegar í stúdentatali sínu að hann hafi verið í Viðey að segja tveimur piltum til og Magnús Stephensen og ísleifur gefið honum nokkurt fé til siglingar.13 í fátæktarvottorði „Fattig- heds-Attest“ sem Jón lektor Jónsson gaf út og Konráð hafði með sér til Kaupmannahafnar er talað um „1 Par ædelmodige Velyndere" sem hafi veitt honum styrk til að hefja háskólanám og ljúka undirbúningsprófum, en að þeim loknum sé einskis styrks að vænta.14 Ekki er vitað hvenær Konráð lét í haf, en hann tók sér fari með skipi Bjarna Sívertsens - „de jonge Goose“. „Ferðin var slysalaus og varaði ekki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.