Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 79

Andvari - 01.01.1991, Page 79
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR 77 Næstu árin var Konráð önnum kafinn við ýmis störf, svo sem að taka sam- an íslenska málfræði og orðabækurnar eins og áður getur, en síðari hluta árs 1846 var hafinn undirbúningur að stofnun félags sem hafði á stefnuskrá sinni að gefa út íslensk og norræn fornrit. Stofndagur félagsins er talinn 23. janúar 1847 og það hlaut nafnið „Det nordiske Literatur-Samfund“. Konráð var mjög virkur í félaginu í upphafi. Árið 1847 komu tvær íslendingasögur út hjá félaginu frá hendi hans, ný útgáfa Hrafnkels sögu og Droplaugarsona saga. í bréfi til föður síns 26. september 1850 telur Konráð upp þær sögur sem í ráði sé að gefa út á vegum félagsins og hvaða sögur eigi að koma í hans hlut.40 Ein þeirra var Njáls saga, en hún kom ekki fyrr en seint og síðar meir og á vegum annars útgáfufélags. Meiri hluti þeirra íslendingasagna sem hann gat um kom út á vegum félagsins, en aðrar komu út ýmist hjá öðrum útgefendum eða í öðrum löndum. Þegar Konráð skrifaði föður sínum bréfið sem getið er hér að ofan hafði hann gefið út Tvœr sögur af Gísla Súrssyni og árið 1852 kom Fóstbrœðra saga, fyrra bindi, en síðara bindið kom aldrei. Hávarðar saga ísfirðings kom út 1860. Meðal rita sem þar var getið að væru í undirbúningi undir prentun var annað hefti af Oldnordisk Sproglære og Fóstbræðra saga og Njáls saga frá hendi Konráðs á vegum félagsins. Með útgáfu Fóstbræðra sögu varð nokkurt hlé á fornritaútgáfum frá hendi Konráðs, en árið 1858 kom út þýðing á Elucidarius sem Konráð gat um í bréfi því til föður síns sem getið er hér að ofan. Þessi útgáfa þótti frábær sakir hinnar miklu nákvæmni sem einkenndi hana. Jón Helgason tók undir þann dóm, en hnýtti því samt við að hún væri ekki villulaus.41 Það var konunglega norræna fornritafélagið sem gaf Elucidarius út. Næsti áratugur hófst með útkomu nýstárlegs rits í íslenskri bókagerð frá hendi Konráðs. Það var Sýnisbók íslenskrar tungu og íslenskra bókmennta í fornöld. Bókin var 560 síður auk 15 síðna formála og í henni mátti finna sýnishorn úr flestum greinum íslenskra fornbókmennta, en sýnishornin voru 44 að tölu. í bréfi til kirkju- og kennslumálaráðuneytisins 29. mars 1858 segir hann um Sýnisbókina að hún sé ætluð til afnota við háskólakennsluna (Forelæsninger). í formála gat Konráð þess að mestur hluti textanna í ritinu hefði ekki verið áður út gefinn.42 Það hefir orðið fremur hljótt um þetta rit, en það var hið fyrsta sem ís- lendingur tók saman í þessa veru. Áður hafði Rask gefið út áþekkt rit með sýnishornum úr eldri og yngri ritum íslenskum. Sýnishorn Rasks kom út 1819. Síðan þetta var hafa komið út fjölmargar lestrarbækur með áþekku sniði og verk Rasks og Konráðs. Frægasta og viðamesta fornritaútgáfan sem Konráð lagði hönd að var út- gáfa á Brennu-Njáls sögu. Hann var þar samt ekki einn um hituna því að Eiríkur Jónsson bjó textann undir prentun ásamt Konráði. Vísnaskýringar voru verk Konráðs, en Jón Þorkelsson yngri annaðist handritalýsingu. Kr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.