Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 89

Andvari - 01.01.1991, Qupperneq 89
ANDVARI Á ALDARÁRTÍÐ KONRÁÐS GÍSLASONAR 87 versitet“. Kristján konungur VIII skrifaði skólastjórnarráðinu á ný 20. des- ember 1847 og bað um álitsgerð. Mánuði síðar var hann liðið lík. Skólastjórnarráðið settist á rökstóla og er greinargerð þess til í uppkasti. Þar er málið rakið. Heimspekideildin lagðist gegn ráðningu Konráðs þó að hann hlyti hinn besta vitnisburð sem vísindamaður. Hins vegar var háskóla- ráð þess mjög fýsandi að hann yrði ráðinn að háskólanum og ekki mætti láta þetta tækifæri úr greipum ganga. Skólastjórnarráðið lagðist hins vegar gegn ráðningu Konráðs og taldi önnur verkefni brýnni, auk þess sem það veikti Lærða skólann að missa af svo hæfum kennara.91 Brynjólfur Pétursson vék að þessu í bréfi til Jóns bróður síns 29. febrúar 1848 og sagði: „Það hefur lengi verið í brugggerð að Konráð yrði settur kennari hér við háskólann og Kristján konungur var mikið með því. Nú veit enginn hvað úr því kann að verða“.9" Sú óvissa stóð ekki lengi því að málin komu í hendur D. G. Monrads menntamálaráðherra. Hann Iét taka saman greinargerð í framhaldi af umsókn Konráðs þar sem saga málsins var rakin og tekið undir við háskólaráð að það bæri að veita Konráði stöðuna. Hún er dagsett 26. apríl 1848 og 2. maí undirritaði konungur úrskurð sinn að Konráð yrði aukadósent og lektor í fornnorrænu við háskólann í Höfn.9:i Það er því ekki ofmælt hjá Jóni Helgasyni að það hafi verið að ósk prófessors N. M. Petersens að Konráð varð háskólakennari.94 Eftir að Konráð kom að háskólanum varð hann afhuga því að fara til ís- lands. Hann varð prófessor að nafnbót 1853 og prófessor við fráfall N. M. Petersens 23. júní 1862. í tillögunni sem var undanfari úrskurðar konungs var frá því greint að fyrirhugað hafi verið að hann tæki við prófessorsemb- ættinu þegar það losnaði og nú væri stundin runnin upp að hann settist í sæti Petersens.95 Konráð var prófessor í nærri aldarfjórðung. Hann var forseti heimspeki- deildar á árunum 1866-68. Af gögnum heimspekideildar má sjá að honum hafi verið veitt ferðaleyfi árið 1877 og það ár og árið eftir er honum veitt undanþága frá kennsluskyldu. Árið 1882 er honum veitt undanþága frá að prófa í íslensku og tvö síðustu árin sem hann gegndi embætti sínu var honum veitt undanþága frá að flytja fyrirlestra.96 Hann lét af embætti 1886, þá kom- inn fast að áttræðu. Jón Helgason gefur honum ekki háa einkunn sem kenn- ara og nemendur hans voru jafnan fáir, en ekki af lakari endanum. Engu að síður urðu þeir sem kynntust honum og lærðu og unnu undir handleiðslu hans burðarásar í þeim fræðum sem hann kenndi og vann að.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.