Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 96
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
Vangaveltur um
fullveldi íslands 1918
1 Stœrsta skrefið til sjálfstœðis?
Við lærum í skólum um áfangana fimm á leið íslands til sjálfstæðis:
endurreisn Alþingis 1845; stjórnarskrána (með löggjafarvaldi Alþingis)
1874; heimastjórnina (ásamt þingræði) 1904; fullveldið 1918; og loks
lýðveldisstofnun 1944. Af þeim verður lokaáfanginn að sjálfsögðu minnis-
stæðastur, stofnun alsjálfstæðs ríkis, og innlendur forseti í stað erlends kon-
ungs er áþreifanlegt tákn umskiptanna. Á sama hátt eru umskiptin skýr við
heimastjórnina, innlendur ráðherra í stað hins danska. Þá er tilkoma Alþing-
is augljós merkisviðburður þótt vald þess væri lítið í fyrstu. Vald sem innlent
löggjafarþing fékk það með stjórnarskránni, sem einmitt að því Ieyti markar
minnisstæð tímamót, og svo jukust völd Alþingis með þingræðinu 1904 þótt
það sé okkur e.t.v. ekki eins minnisstætt og vert væri.
Eftir stendur fullveldið 1918 sem miklu erfiðara er að henda reiður á. Það
tengist engri sérstakri af hinum æðstu stjórnarstofnunum: þjóðhöfðingja,
þjóðþingi eða ríkisstjórn.' Og sjálft fullveldishugtakið er heldur loðið og
lögfræðilegt; a.m.k. ber það einhvern varnaglakeim við hlið óskaorðsins
sjálfstœðis.2
Þó má með miklum rétti kalla fullveldið 1918 stœrsta einstaka áfangann á
leið íslands til sjálfstæðis. Þangað til var ísland hjálenda Danmerkur og naut
þeirrar sjálfstjórnar einnar sem herraþjóðinni þóknaðist að unna því. En 1.
desember 1918 varð ísland sérstakt ríki, að sönnu í vissum tengslum við
Danmörku, en þau tengsl voru ákveðin með samkomulagi beggja aðila, og
þau voru uppsegjanleg að ákveðnum fresti liðnum svo að brautin var rudd til
fulls sjálfstæðis. Sjálfstæði í daglegri framkvæmd landstjórnarinnar hafði
kannski aukist mest 1904, með þingræði og innlendu ráðherravaldi, en form-
leg breyting á stöðu íslands varð ntiklu meiri 1918. Þá var ekki óstigið nema
stutt skref til fulls sjálfstæðis, og var það gert 1944.
Það er því aldeilis ekki að ástæðulausu að samningunum við Dani 1918 og
Sambandslögunum er allríkur gaumur gefinn í sagnaritun og sögukennslu.
Þá fer ekki hjá því að sagnaritarar leggi, beint eða óbeint, mat á orsakir at-