Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1991, Side 103

Andvari - 01.01.1991, Side 103
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDIISLANDS 1918 101 var gagngerasta breytingin sú að valdbeiting af Dana hálfu var að verða óhugsandi, jafnvel þótt fslendingar reyndu að taka sér sjálfstæði einhliða. Þegar Norðmenn rufu konungssambandið við Svíþjóð 1905 höfðu Svíar að vísu tilburði til að svara með innrás í Noreg og Norðmenn á sama hátt til- burði til að verjast, en þegar til kastanna kom gerðu Svíar enga tilraun til að neyta aflsmunar heldur sættu sig við sjálfræði Norðmanna. Þessir atburðir hafa gert bæði Dönum og íslendingum ljósara en áður að einnig í þeirra samskiptum væri hervald hætt að skipta máli, Danmörk gæti ekki „lagt hendur á“ óstýriláta bræðraþjóð. Sjálfstraust íslendinga tók líka stakkaskiptum að því leyti hvort þeir treystu fjárhag sínum og atvinnulífi til að standa undir sjálfstæðu ríki ef í það færi. Hér skipta máli framfarir í sjávarútvegi, vélbátar og togarar, en einnig framfarir og framfaravonir á öðrum sviðum, ekki síst í landbúnaði. Efna- hagslegt bolmagn íslands hafði kannski ekki vaxið þau lifandis býsn ennþá, en það var farið að vaxa nógu ört til þess að hægt var að gera sér háar hug- myndir um framtíðina. Þessa hugarfarsbreytingu er erfitt að tímasetja ná- kvæmlega, en merki hennar mun þó mega sjá í þeim skyndilega afturkipp sem kom í flutninga íslendinga vestur um haf um 1905. í kringum „Uppkastið" 1908, bæði í aðdraganda samninganna og deil- unum að þeim loknum, tala ýmsir íslendingar í alvöru um aðskilnað sem þrautalendingu ef ekki takist viðunandi samningar. Almennt mun þó um þær mundir litið svo á að ísland sé ekki undir aðskilnað búið. Sambandsslit við Danmörku séu e.t.v. endanlegt markmið sjálfstæðisbaráttunnar, en nauðsynlegt að þau frestist enn um sinn. Sú nauðsyn bliknar þó með hverju árinu, og ekki seinna en 1915 eru danskir ráðamenn farnir að trúa á sam- bandsslit sem raunhæfa niðurstöðu ef alvarleg snurða hlypi á þráðinn í sam- skiptum þjóðanna.211 Þar með er samningsstaða íslendinga gagnvart Dönum gjörbreytt. Kost- irnir eru ekki lengur aðeins tveir: samkomulag eða óbreytt ástand, heldur standa Danir frammi fyrir því að valið geti staðið um samkomulag eða að- skilnað. Það var þá e.t.v. ekki stefnufesta íslendinga ein sér sem gerði Dani svo samningalipra 1918, heldur stefnufesta ásamt raunverulegum möguleika þeirra á að rífa sig úr öllum ríkistengslum við Danmörku. Nú hafði það lengi verið viðkvæði þeirra, sem slá vildu af fyllstu kröfum í sjálfstæðisbaráttunni, að ófrjó togstreita við Dani mætti ekki standa í vegi fyrir framförum innanlands, en af framförunum myndi spretta aukið sjálf- stæði á sínum tíma. Þetta hafði t.d. verið meginröksemd Valtýs Guðmunds- sonar fyrir málamiðlun við Dani. Að vissu leyti var það þetta sjónarmið sem sannaði gildi sitt 1918. Framfarir á íslandi höfðu gert fullt sjálfstæði mögu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.