Andvari - 01.01.1991, Side 103
ANDVARI
VANGAVELTUR UM FULLVELDIISLANDS 1918
101
var gagngerasta breytingin sú að valdbeiting af Dana hálfu var að verða
óhugsandi, jafnvel þótt fslendingar reyndu að taka sér sjálfstæði einhliða.
Þegar Norðmenn rufu konungssambandið við Svíþjóð 1905 höfðu Svíar að
vísu tilburði til að svara með innrás í Noreg og Norðmenn á sama hátt til-
burði til að verjast, en þegar til kastanna kom gerðu Svíar enga tilraun til að
neyta aflsmunar heldur sættu sig við sjálfræði Norðmanna. Þessir atburðir
hafa gert bæði Dönum og íslendingum ljósara en áður að einnig í þeirra
samskiptum væri hervald hætt að skipta máli, Danmörk gæti ekki „lagt
hendur á“ óstýriláta bræðraþjóð.
Sjálfstraust íslendinga tók líka stakkaskiptum að því leyti hvort þeir
treystu fjárhag sínum og atvinnulífi til að standa undir sjálfstæðu ríki ef í það
færi. Hér skipta máli framfarir í sjávarútvegi, vélbátar og togarar, en einnig
framfarir og framfaravonir á öðrum sviðum, ekki síst í landbúnaði. Efna-
hagslegt bolmagn íslands hafði kannski ekki vaxið þau lifandis býsn ennþá,
en það var farið að vaxa nógu ört til þess að hægt var að gera sér háar hug-
myndir um framtíðina. Þessa hugarfarsbreytingu er erfitt að tímasetja ná-
kvæmlega, en merki hennar mun þó mega sjá í þeim skyndilega afturkipp
sem kom í flutninga íslendinga vestur um haf um 1905.
í kringum „Uppkastið" 1908, bæði í aðdraganda samninganna og deil-
unum að þeim loknum, tala ýmsir íslendingar í alvöru um aðskilnað sem
þrautalendingu ef ekki takist viðunandi samningar. Almennt mun þó um
þær mundir litið svo á að ísland sé ekki undir aðskilnað búið. Sambandsslit
við Danmörku séu e.t.v. endanlegt markmið sjálfstæðisbaráttunnar, en
nauðsynlegt að þau frestist enn um sinn. Sú nauðsyn bliknar þó með hverju
árinu, og ekki seinna en 1915 eru danskir ráðamenn farnir að trúa á sam-
bandsslit sem raunhæfa niðurstöðu ef alvarleg snurða hlypi á þráðinn í sam-
skiptum þjóðanna.211
Þar með er samningsstaða íslendinga gagnvart Dönum gjörbreytt. Kost-
irnir eru ekki lengur aðeins tveir: samkomulag eða óbreytt ástand, heldur
standa Danir frammi fyrir því að valið geti staðið um samkomulag eða að-
skilnað.
Það var þá e.t.v. ekki stefnufesta íslendinga ein sér sem gerði Dani svo
samningalipra 1918, heldur stefnufesta ásamt raunverulegum möguleika
þeirra á að rífa sig úr öllum ríkistengslum við Danmörku.
Nú hafði það lengi verið viðkvæði þeirra, sem slá vildu af fyllstu kröfum í
sjálfstæðisbaráttunni, að ófrjó togstreita við Dani mætti ekki standa í vegi
fyrir framförum innanlands, en af framförunum myndi spretta aukið sjálf-
stæði á sínum tíma. Þetta hafði t.d. verið meginröksemd Valtýs Guðmunds-
sonar fyrir málamiðlun við Dani. Að vissu leyti var það þetta sjónarmið sem
sannaði gildi sitt 1918. Framfarir á íslandi höfðu gert fullt sjálfstæði mögu-