Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 105

Andvari - 01.01.1991, Page 105
ANDVARI VANGAVELTUR UM FULLVELDIÍSLANDS 1918 103 merkur gagnvart stórveldunum í stríðinu opnað augu manna fyrir þeim möguleika að annað landið drægist inn í átök sem hollast væri að hitt stæði utan við. Hér er fróðleg hliðstæðan við lýðveldisstofnunina 1944. Einnig þá hafði heimsstyrjöld raskað sambandi íslands og Danmerkur, raunar svo gagngert, þegar Danmörk var hernumin af öðrum stríðsaðilanum og ísland af hinum, að öll stjórnarfarstengsl landanna voru rofin. Að því leyti voru sambands- slitin og lýðveldisstofnunin staðfesting á orðnum hlut. Pó verður naumast sagt að styrjöldin hafi verið orsök sambandsslitanna, því að Islendingar höfðu hvort sem er verið staðráðnir í að nota sér þann rétt til fulls sjálfstæðis sem sáttmálinn frá 1918 veitti þeim. Málalokin 1918 höfðu hins vegar ekki verið fyrirsjáanleg áður en stríðið hófst. Að því leyti hefur styrjöldin meira skýringargildi gagnvart fullveldinu en lýðveldisstofnuninni. Samningavilji Dana 1917-1918, áður en styrjöldinni lauk, mun t.d. að einhverju leyti tengjast skilningi þeirra á því, að þeir geti ekki krafist þess í stríðlok að ís- lendingar láti af þeirri sjálfstjórn í utanríkismálum sem rás viðburðanna hafði fært þeim. Auk þess sem stríðið jók í raun sjálfstæði Islendinga í utanríkismálum, hafði það dregið mjög úr verslunartengslum þeirra við Dani. Langt fram í stríð, einkum árin 1915 og 1916, var afkoma atvinnuveganna líka góð, auk þess sem mönnum fannst hún vera enn betri en hún þó var vegna þess hvern- ig verðbólga hækkaði tekjur atvinnurekstrarins í krónum talið. Sjálfstraust íslendinga til að standa á eigin fótum sem ríki hefur vafalaust aukist mjög á þeim árum. Að vísu sló mjög í bakseglin á árunum 1917 og 1918, og í raun urðu íslendingar allháðir fyrirgreiðslu Dana í viðskiptum og fjármálum.23 Að því leyti er ekki augljóst að stríðsgróðinn hafi enn stappað stáli í íslend- inga í samningum við Dani sumarið 1918. 8 Beint tilefni: fánamálið Bæði heimsstyrjöldin, skilnaðarmöguleikinn og sjálfstæðisbaráttan eru al- mennar skýringar á fullveldi íslands 1918, skýra meginstefnu og mótandi að- stæður, en eru ekki beinar orsakir samningsgerðarinnar sumarið 1918. Sé hugað að aðdraganda samninganna virðist það vera krafa íslendinga um sigl- ingafána sem leiddi til samkomulags um fullveldi landsins. Samkvæmt Uppkastinu var „kaupfáninn út á við“ sameiginlegt mál, þannig að íslendingum bæri að sigla undir dönskum fána, en gætu tekið upp eigin fána heima fyrir. Fáninn var einn af ásteytingarsteinum Uppkastsand-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.