Andvari - 01.01.1991, Page 110
108
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
11 Sogsfossar: efnahagstengsl í stað yfirráða?
í stað Suður-Jótlands bendir Sundból á annað athyglisvert atriði sem virðist
hafa rekið á eftir Dönum að leita samkomulags við íslendinga.35 Hann hefur
heimild fyrir því, að seinni hluta maí 1918 hafði einhver áhrifamesti fjár-
málajöfur Danmerkur, H. N. Andersen (Austur-Asíu-Andersen), beitt sér
fyrir því að samningum við ísland yrði hraðað sem mest. Og í það mál gekk
með honum hinn ólíklegasti bandamaður - sjálfur Kristján konungur, svo
langpirraður sem hann þó var á íslendingum og öllu þeirra sjálfstæðisbrölti.
En þar eð sambandið við ísland varðaði tign konungs með einkar viðkvæm-
um hætti, hafði vilji hans verulegt gildi í þessum efnum. Og fyrst Andersen
hafði svo knýjandi mál að flytja að geta snúið konungi á sveif með sér, þá er
ólíklegt að hann hafi ekki haft markverð áhrif á stjórnmálamennina líka.
Hver voru þá rök Andersens í íslandsmálinu? Þau vörðuðu ekki Suð-
ur-Jótland, heldur Sogsfossa. Sumarið 1917 hafði fossafélagið ísland, þá
orðið danskt fyrirtæki, sótt um leyfi til stórvirkjunar í Sogi - í samkeppni við
áform norska félagsins Títans um Þjórsárvirkjun.36 Og heimildir Sundböls
benda eindregið til þess að Andersen hafi viljað greiða fyrir samningum um
stjórnarfarslegt samband íslands og Danmerkur til að auðvelda samkomu-
lag um virkjunina. Fórna að einhverju marki pólitískum yfirráðum yfir ís-
landi til þess að tengja það fastar dönskum fjármálaheimi.
Sjónarmið af þessu tagi komu víðar fram hjá Dönum og voru naumast
bundin þessu eina framkvæmdaáformi. Þegar danskir íhaldsmenn andmæltu
Sambandslögunum á þingi kom t.d. fram hugmynd um að löndin tengdust
með efnahagslegum og viðskiptalegum hlunnindum í stað hinna stjórnskipu-
legu tengsla.37 Og í sambandssamningunum 1918 voru það einmitt efnahags-
leg réttindi sem Danir stóðu hvað fastast á svo að íslendingar neyddust til
málamiðlunar.
12 Jafnrétti þegnanna og uppsagnarákvæði
Danir komu til samninga 1918 með hugmynd um málefnasamband þar sem
utanríkismál, varnarmál og þegnréttur væru sameiginleg og mynduðu óupp-
segjanlegan grundvöll ríkjasambandsins. Þar vildu þeir búa tryggilegar um
þegnréttinn (þ.e. ríkisborgararétt, eða „fæðingjarétt“ eins og hann hét í
lagamáli þá) en lagt var til í Uppkastinu 1908, því að þar var hann að vísu
sameiginlegt mál, en þó uppsegjanlegt. Og þegar íslendingar reyndust ófá-
\