Andvari - 01.01.1991, Side 114
112
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
ANDVARI
9. íslendingasaga. Yfirlit lianda skólum og alþýðu, bls. 337.
10. Alþingi ogfrelsisbaráttan, bls. 169-196.
11. Hér skiptir það e.t.v. máli að Björn hafði komið heim frá námi 1908 (í miðri kosninga-
baráttunni). Eftir á er hann hliðhollari þeirri róttækni í sjálfstæðiskröfum, sem hann
kynntist á stúdentsárunum, en þeirri sem hann fylgdist með úr sessi embættismanns.
12. Alþingi og frelsisbaráttan, bls. 300-301. Hnúturinn var höggvinn 1918 með því að stofna
sérstakt ríkisráð fyrir ísland, en sú lausn var einnig boðin í Uppkastinu 1908, sbr. athuga-
semd við 6. gr.: „ísland hefureitt full umráð... um það, hversu mál skuli upp borin fyrir
konungi..." (sama rit, bls. 176).
13. Hannes Hafstein. Ævisaga, 2. bindi, 1963; um Uppkastið og aðdraganda þess fjallar
meginhluti bókarinnar, bls. 120-319.
14. Sigurður A. Magnússon: „ísland og Evrópusamfélagið“, Skírnir, vor 1991, bls. 157-175,
tilv. bls. 158. Ég minnist t.d. líka útvarpsþáttar, líklega um 1975, þar sem Vilmundur
Gylfason sagnfræðingur hélt mjög fram málstað Uppkastsins og taldi glapræði af íslend-
ingum að hafa hafnað því.
15. Frá einveldi til lýðveldis, bls. 131.
16. Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson: íslandssaga til okkar daga, 1991, bls. 351.
17. Þeir héldu því enda fram að einbert persónusamband ríkja þekktist hvergi, eða a.m.k.
hvergi í Evrópu. Bresku samveldislöndin nutu þá þegar næsta óskoraðs sjálfstæðis, og í
seinni tíð er konungssamband Breta við lönd eins og Kanada skýrt dæmi um persónusam-
band alsjálfstæðra ríkja.
18. Uppkastið, með greinargerð og séráliti, er birt hjá Birni Þórðarsyni, Alþingi og frelsis-
baráttan, bls. 172-179; hér og framvegis er vitnað í þann texta án nánari tilvísana.
19. Sambandslögin eru birt hjá Birni Þórðarsyni, sama rit, bls. 340-343; sömuleiðis (með
greinargerð) hjá Gísla Jónssyni, 1918, bls. 104-113. Danski textinn er birtur samhliða
hinum íslenska hjá Gunnari Hall: Sjálfstœðisbarátta íslendinga. Lokaþáttur 1918-1944,
1956, bls. 20-25. Hér og framvegis er vitnað til Sambandslaganna án sérstakra tilvísana.
20. Sundbpl: Íslandspólitík Dana, bls. 47, 52.
21. Sólrún B. Jensdóttir hefur í bók sinni tsland á brezku valdsvœði1914-1918 (Sagnfræði-
rannsóknir, 6. bindi), 1980, dregið upp glögga mynd af stöðu íslands á stríðsárunum,
einkum hvað varðar samskipti við Breta. Frásögn hennar styður túlkun fyrri höfunda á
tengslum stríðsins og fullveldisins.
22. Sbr. Einar Arnórsson, „Alþingi árið 1918“, bls. 323-324, sem telur stríðið hafa sýnt að
íslendingum stafaði hætta af sambandinu við Danmörku, en engin vörn.
23. Sbr. t.d. ummæli Jóns Magnússonar forsætisráðherra, tilfærð hjá Gísla Jónssyni: 1918,
bls. 48-49.
24. Íslandspólitík Dana, bls. 60-61.
25. í greininni „Alþýðuflokkurinn og íslenzkir jafnaðarmenn gagnvart Sambandslagasamn-
ingunum árið 1918“ (Suga 1976, bls. 183-196) hefur Bergsteinn Jónsson gert fróðlegan
samanburð á samtímaheimildum, sem allar snúast um fána og fánamál, og upprifjun
þátttakenda löngu síðar, þar sem fánamálið er horfið sporlaust. Hér draga minningarnar
réttilega fram kjarna málsins, sem var samningar um fullveldi fslands. Fánamálið, hið
beina tilefni, var fremur eins og naglinn í naglasúpunni, hættur að skipta máli þegar allt
hitt var komið í pottinn.
26. Ungverjaland, Austurríki og Júgóslavía eru einnig talin til nýrra Evrópuríkja 1918, en
forustuþjóðir þeirra höfðu áður notið sjálfstæðis þótt landamærin væru ólík.
27. í málflutningi Bandamanna hafði allt frá stríðsbyrjun mjög verið höfðað til réttar smá-
ríkja, þ.e. Serbíu og Belgíu. Réttur ósjálfstœðraþjóða er annað mál og gat naumast talist
stríðshugsjón Bandamanna fyrir 1917, meðan fjölþjóðaríki Rússakeisara var þar meðal
forusturíkja.
28. Allt frá Belgíu 1830 til Noregs 1905 höfðu ný ríki í Evrópu verið stofnuð sem konungs-
eða keisaradæmi. En nýju ríkin 1918 voru öll lýðveldi (og er þá litið á Júgóslavíu sem
framhald af konungsríkinu Serbíu).
29. „Alþingi árið 1918“, bls. 324.