Andvari - 01.01.1991, Side 118
BOLLI GÚSTAVSSON
„Söngur er í sálu minni“
Páttur af Sigurjóni Friðjónssyni
Tilefni þessa þáttar er bréf sem mér barst í ársbyrjun 1987. Bréfritarinn er
Áskell Sigurjónsson, bóndi í Laugafelli í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu.
Réð því frændsemi okkar, að hann skrifaði mér ítarlega um föður sinn, Sigur-
jón Friðjónsson skáld, og ekki síður það, að honum var kunnugt um áhuga
minn á Ijóðlist Sigurjóns og sérstæðum viðhorfum hans til trúmála. Bréfi
Áskels fylgdi jafnframt afrit, sem hann tók af handskrifuðu sveitarblaði, Aðal-
dælingi (5. árgangi), er ritað var á Sandi þann 28. mars 1891. Er Sigurjón faðir
hans höfundur þess efnis, sem hann skrifaði upp. Verður það að teljast næsta
forvitnilegt og skýrir að mínu mati fyrrgreind viðhorf Sigurjóns og ekki síst eins
og þau birtast í bók, er hann nefndi Skriftamál einsetumannsins, og út kom
löngu síðar.
Ég geri mér Ijósa grein fyrir því, að þessi samantekt mín er á engan háttfull-
nægjandi. En ef hún vekur forvitni og löngun lesenda til að kynnast sérstæðu
skáldi og hugsuði, þá er tilgangi mínum náð.
I
Árið 1929 kom út lítið kver á Akureyri, sem nefnist Skriftamál einsetumanns-
ins. Höfundurinn, Sigurjón Friðjónsson, var bóndi í Suður-Þingeyjarsýslu,
bjó að Litlulaugum í Reykjadal. Hann var ekki ókunnur í íslenskum bók-
menntum, hafði birt ljóð í blöðum og tímaritum frá því fyrir aldamót, flest í
Stefni á Akureyri og nokkur í Eimreiðinni. Þá hafði hann sent frá sér Ljóð-
mæli ári fyrr en Skriftamálin. Var það vonum seinna, því skáldið var þá kom-
ið yfir sextugt, fæddist 22. september 1867.
Sigurjón á Litlulaugum var sérkennilegt skáld og sérstæður maður og hefur
að vissu leyti orðið að gjalda þess í bókmenntum þjóðar sinnar. Áhrifamönn-
um á vettvangi þeirra fræða virðist hafa sést yfir gildi verka hans og þá ekki
talið ástæðu til að kynna sér bakgrunn þeirra. Þannig er ekki ofmælt, að dr.
Sigurður Nordal hafi gengið fram hjá honum, valdi þannig ekkert eftir hann
í Lestrarbók sína. Nordal sló því föstu, að Sigurjón væri skáld heima-