Andvari - 01.01.1991, Síða 120
118
BOLLI GÚSTAVSSON
ANDVARI
Og nú stóðum við
sitt hvoru megin við ána.
Hún hélt í austur
og eg í vestur.
Og í brjósti mínu barðist hljóð.
Lokað í þögulli gröf.
II
Því verður ekki neitað, þegar litið er á ljóð Sigurjóns Friðjónssonar í heild, að
átthagarnir eiga ítök í ljóðagerð hans. Þeir ráða oft miklu um efni ljóðanna og
svip. Mildar línur gróinna heiðalanda, litbrigði lynggróinnar jarðar og birtu-
brigði himinsins blasa við lesendum í fjölbreytilegum myndum. Á síðkvöldi
dregur hann upp fágætlega vel gerða mynd, sem er gott dæmi um þennan þátt
ljóða hans:
Nú sveipa heiðar næturfölva feldi
um fætur hægt og döggvast gróin tún.
Hnigin er sól, en aftangeisla eldi
er ennþá dreift um hæstu fjalla brún.
Um sævardjúp á lágum bárum bíður
blikfegurð kvölds og vaggar dagsins þraut.
í aftanblævar fylgd mín ljóðúð líður
til lags við röðulbjarmans töfraskraut.
Kvöldhimins fögur litadýrð er dofnuð
og döggva slungið græðis ljósatraf.
Hver alda harms er lægð, hver sárkennd sofnuð,
hver sorgarelfur tæmd í vordraums haf.
En fyrst og fremst er skáldið, Sigurjón Friðjónsson, boðberi nýrrar stefnu
á vettvangi ljóðlistarinnar. Ljóð hans eru guðspekileg. Viðfangsefni þeirra er
fyrst og fremst tilvera mannsins hér í heimi. Ekki einungis hér á jörðu, heldur
í eilífðarríki höfundar allrar tilveru. Grunntónn Ijóðagerðar Sigurjóns er guð-
spekilegur og mjög fjarri því að vera játningabundinn. Er augljóst, að hann
hefur orðið fyrir sterkum áhrifum frá öðrum trúarviðhorfum og heimspeki-
stefnum en kristnum dómi og að því verður síðar vikið.
Sigurjón Friðjónsson var hljóðlátur maður og hlédrægur. Honum var alls ekki
lagið að koma verkum sínum á framfæri við þá, sem lagnir voru að hefja lista-
menn til skýja og gátu greitt þeim veg til tímanlegs frama. En skáldskapurinn
var hugsjón Sigurjóns, sem hann leit á sem heilaga gjöf, er honum bæri að