Andvari - 01.01.1991, Page 122
120
BOLLI GÚSTAVSSON
ANDVARI
bera ljóð hans sterkan svip þess innri söngs, sem hann var svo næmur á og var
órjúfanlegur hluti af trú hans. Um þetta ber bókmenntafróðum lesendum
hans saman. Kristinn E. Andrésson telur honum það helst til gildis og segir
m.a. í bókmenntasögu sinni (1918-1948): „Sigurjón á þannig í brjósti mjög
lýriskan streng og næma tilfinningu, ljóð hans eru þýð, fíngerð, „ómræn“,
eins og hann segir sjálfur, „eins og laufblað, er líður á haf“. - Varla var við
því að búast, að trúarlegar og heimspekilegar skoðanir Sigurjóns féllu Kristni
í geð, en þennan streng gat hann lofað.
Þótt Sigurjón leggi þannig áherslu á sönginn „innan að“ og segi að tónskáld-
in muni varla ná þeim hætti, sem svari rétt þessum „innri söng“ ljóðskáldsins,
þá verður öllum ljóst, sem tónvísir eru, að mörg ljóða hans kalla bókstaflega
á sönglög og hljóta að verða þeim tónskáldum, sem þeim kynnast, vekjandi
uppspretta. Glöggt dæmi um það er ljóðið Áin niðar:
Þei!
Hjartað slær. - Hvort heyrirðu ei?
Yzt í vestri sólin sígur.
Svanir kvaka. - Heyrirðu ei?
Eins og blóð í æðum mínum
áin niðar. - Heyrirðu ei?
Nótt
við liljublómin hjalar hljótt.
Eins og lilja er þinn hugur
og mín sál sem vorsins nótt.
Áin niðar, áin niðar
eins og hjarta þyrst og mótt.
Þei!
Hjartað slær. Hvort heyrirðu ei?
Má eg? Má eg? Ónei! Önei!
Ekki tek eg kossinn, mey.
Yzt í vestri sólin sígur.
Svanir kvaka. - Heyrirðu ei?
Blær
blómin kyssir, mildur, tær.
Eins og rósir yndisfagrar
eru þínar varir, mær,
og minn hugur eins og blærinn,
augu þín sem leiftri sær.
X