Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 127

Andvari - 01.01.1991, Page 127
ANDVARI „SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“ 125 kvæmur og hrifnæmur. Dásemdir náttúrunnar náðu þegar tökum á honum í bernsku. Frá því greinir Sigurjón í þætti, sem hann ritaði í tímaritið Stíganda 1948, en jafnframt frá mesta áfalli bernsku sinnar: „Dásemdir lífsins eru það, sem fyrst segir til sín í skýjarofum minninganna. Og fyrst og fremst sólarylur, vorblær og fuglakliður,- Og að því kemur áður en langt um líður, að athyglin vaknar á skrautlegum aftanroða, miðnætursól, er rennur við hafsbrún og ekki sezt nálægt vikutíma og óttustundum hækkandi sólar og vaknandi, vaxandi lífi, á vökustundum við túnvarnir o.fl. En annað kemur líka til - : Tuttugasta og annan marz 1874 kem eg inn frá útileikjum og sé, að fólk stendur við rúm móður minnar, sem veik hafði verið um nokkurn tíma, stendur þar þögult hlið við hlið. Ég verð forvitinn og treð höfði mínu inn á milli fólksins og sé andlit móður minnar afmyndað í dauðateygjum. Fyrstu áhrifin urðu ofboðslegur ótti, ofboðsleg hræðsla við eitthvað, sem eg vissi ekki hvað var og síðar kom fram sem myrkfælni í raunverulegasta skiln- ingi, - hræðsla við móður mína látna bæði í vöku og svefni. Og einkum í svefni. Mig dreymdi, að hún ásækti mig nótt eftir nótt nálægt vikutíma. En svo skipti um. Mig dreymdi, að hún kom til mín með innilegri ástúð, tók mig sér við hönd og leiddi mig í forkunnarfagurt hús, sem mér þótti vera eins konar laufskáli. í húsinu var rúm með drifhvítum sængurklæðum. Móðir mín lagði mig í rúmið og lagðist sjálf fyrir framan mig. Þarna hvíldum við um stund í algleymis unaði. Þegar ég vaknaði, var öll hræðsla við hina látnu móð- ur mína horfin og kom aldrei framar. Eftir þetta var innileg guðstrú og kær- leiksrík guðshugmynd mér í móðurstað í nokkur ár“. V Hér erum við komin á þau mið, sem ætlunin var að róa á í þessum þætti. Þessi átakanlega bernskureynsla Sigurjóns virðist ekki síst hafa gjört hann að ein- fara, er sífellt velti fyrir sér æðstu rökum tilverunnar. Takmarkalítil ábyrgð- arkennd knýr hann áfram á þeirri braut, ekkert má skyggja á sannleikann. Hann hafði höndlað þá vissu, að hann nyti verndar kærleiksríks guðs gegn ógnarvaldi myrkrahöfðingjans, sem hann óttaðist. Sá nagandi ótti óx með ár- unum og vakti að lokum hina mestu sálarangist. í æviágripi Sigurjóns ritar Arnór um þetta mikla hugarstríð föður síns: „í bernsku sinni hafði hann verið mjög hræddur við djöfulinn, en losnaði undan trúnni á hann, öðrum þræði fyrir áhrif frá Njólu Björns Gunnlaugsson- ar, meira að segja hafði hann sannfærst um, að djöfullinn væri ekki til. En á fermingardaginn lagði presturinn fyrir hann á kirkjugólfinu frammi fyrir öll- um söfnuðinum þessa mikilvægu spurningu: Afneitar þú af öllu hjarta djöfl- inum, öllum hans verkum og öllu hans athæfi? - Hann hafði búist við spurn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.