Andvari - 01.01.1991, Síða 136
134
BOLLI GÚSTAVSSON
ANDVARI
vel, það sem hann las upphátt fyrir aðra og mér gekk vel að fylgjast með því,
sem hann las. En ef hann las bækur „með sjálfum sér“ eins og stundum var
sagt, þá las hann mjög hratt og átti erfitt með að leggja frá sér bókina, fyrr en
hann hafði lesið hana til enda og kynnt sér söguþráðinn, efni og anda sögunn-
ar og sögulokin. Stundum endurlas hann bækur, ef þær vöktu áhuga hans, en
ef honum geðjaðist bókin ekki, lagði hann hana oft fljótt frá sér. Faðir minn
hafði á þessum árum mikinn áhuga fyrir bókum og hafði ýmsa útvegi til að
afla þeirra. Samband hans við Benedikt á Auðnum er mörgum kunnugt og
ekki ætla ég að ræða um það hér, en ég held hann hafi einnig haft samband
við einhverja á Akureyri og dettur þá einkum í hug Oddur Björnsson prent-
smiðjustjóri og Sigurgeir á Stóruvöllum eftir að hann fluttist til Akureyrar“.2)
Áskell Sigurjónsson lætur þess getið, að mótbýlisfólk foreldra hans á Ein-
arsstöðum hafi ekki haft áhuga fyrir þessum lestri föður hans, „nema Ásrún
og e.t.v. dætur hennar; og stundum kom það fyrir að þau, faðir minn og Ás-
rún ræddu saman um bækur og efni þeirra, því þau áttu mjög auðvelt með að
ræðast við, náðu vel saman og umræða þeirra var aldrei þrætur, ekki á „lágu
plani“, eins og nú er oft sagt.
Ég minnist þess einnig að faðir minn hafði gaman af því að gefa bækur. Ég
man hann gaf mér bækur, þegar hann kom úr kaupstað, meðan ég var barn
eða drengur; og ég man hann gaf systur minni, Unni, í afmælisgjöf bókina Á
Guðsvegum eftir Bj. Björnson, nýútkomna í íslenskri þýðingu. Bókinni
fylgdi áritað afmæliskvæði til systur minnar. Þótti mér kvæðið fagurt og ekki
var laust við, að ég öfundaði systur mína og fann þó, að hún verðskuldaði
kvæðið og gjöfina. Þetta ljóð föður míns mun ekki vera til á prenti, og ekki
veit eg hvort bókin er enn til, en líklegt tel ég það.
En það var önnur bók, sem mig langar að segja frá og komst í mínar hendur
úr hendi föður míns. Ekki get ég sagt, að mér væri gefin bókin, en faðir minn
kom með þessa bók til mín og bað mig að varðveita hana, og gat þess um leið,
að sér þætti bókin fögur, en bókin var þó lítið kver, óbundið og dálítið velkt
og ekki ásjálegt útlits. Þessa bók þekkti ég vel; vissi að faðir minn hafði átt
hana lengi og hafði miklar mætur á henni. Oft hafði ég litið í bókina, og þótti
hún nokkuð sérstæð vegna þess, hvað allt var sagt í fáum og hnitmiðuðum
orðum. í þessari litlu bók var talað um „frumdjúpið“ og sagt, „að tilvistarlaust
væri það upphaf himins og jarðar“, og í tilvist væri það móðir allra hluta. Þar
var einnig rætt um Alvald, sem allsstaðar væri að starfi í djúpri kyrrð og er
eldra en guð, og þó skilst manni að guð og alvaldið sé eitt og hið sama eins og
tilveruleysið og tilveran er innst inni eitt og hið sama, en ólíkt að framkomu
og nafni. Bókin um veginn hét þetta litla kver, kennt við Lao-Tse, kínverskan
speking, sem á að hafa verið á dögum um 6 öldum fyrir fæðingu Krists. Bókin
var prentuð í Reykjavík 1921“.
Áskell kveðst ekki geta tilgreint hvaða ár það var, sem faðir hans afhenti