Andvari - 01.01.1991, Page 139
ANDVARI
„SÖNGUR ER í SÁLU MINNI“
137
fyrst og fremst áróður fyrir áfengisbanni og hugsuð á þann veg. Að öðrum
þræði er þetta ástar- og hjúskaparsaga“.
Hér lýkur greinagóðum upplýsingum Áskels Sigurjónssonar um sveitar-
blaðið Aðaldæling og efni, sem faðir hans lagði því til. En bréf hans mun
koma að góðu gagni, hvort heldur verður við ritun ítarlegrar sögu skáldsins á
Litlulaugum eða sögu andlegra hreyfinga í Þingeyjarsýslu við lok síðustu ald-
ar og fram á 20. öld. Skriftamál einsetumannsins eru um margt vitnisburður
þeirra frjálslyndu hreyfinga, sem trúðu mjög á andlegar framfarir mannsins,
þrátt fyrir eigingirni hans eða eins og Sigurjón orðar það í kverinu:
„Eigingirni er lík afli því, sem kastar hnetti út í geiminn. Samúðin lík afli,
sem togar hann að sameiginlegri þungamiðju. Hvorttveggja vinnur að því, að
halda rás viðburðanna í eðlilegu horfi.
Næst er að segja, að hvorugt sé illt og hvorugt gott,- Eða hvorutveggja sé
gott, í sínu innsta eðli.-
En eigingirni manna veldur oft mikilli þjáningu. -
Af einlægni, kröfulausri velvild er til furðu lítið á meðal mannanna- eink-
um karlmannanna. Og furðu lítið af einlægri þakklátsemi.
En í sál flestra manna bjarmar af nýjum degi“.
ATHUGASEMDIR
1) í þessu sambandi er fróðlegt að lesa umsögn dr. Jóns Helgasonar biskups í riti hans Islands
kirkefra Reformaúonen til vore dage, útg. í Kaupmannahöfn 1922. Árið 1927 kom út hliðstætt rit
á íslensku eftir sama höfund, Kristnisaga íslands frá öndverðu til vorra tíma, II. bindi, sem fjallar
um kristnihald þjóðar vorrar eftir siðaskipti. t>ar er hins vegar ekki að finna þá athyglisverðu
umsögn, sem er á bls. 190 í dönsku útgáfunni: „I det hele taget viste Folkejordbunden i Island sig
at være lidet modtagelig for den nyrationalistiske Sæd, der udsaaedes af Magnús Eiríksson, paa
et enkelt Herred nær, nemlig Þingeyjarsýsla i det nordlige Island. Her gav disse Toner Genlyd i
adskillige Hjerter, der modtog det ny med Glæde som et nyt Evangelium, og lige ned til vore
Dage har netop Beboerne af dette Herred haft Ord for at være et mere frisindet Folkefærd, ikke
mindst i religióse Spórgsmaal, end man ellers har været vant til i Islands Bygder, ligesom det især
fra den Kant af Landet (navnlig i Slutn. af forrige Aarh.) har aandet koldt mod Kristendom og
Kirke“.
2) Rétt er að taka það fram til skýringar, að Sigurgeir frá Stóruvöllum (í Bárðardal) var Sigurgeir
Jónsson söngkennari og lengi organisti við Akureyrarkirkju. Hann var mikiil áhugamaður um
dulræn málefni og mun bæði hafa tekið þátt í starfi guðspekifélagsins og sálarannsóknafélagsins.