Andvari - 01.01.1991, Síða 140
EYSTEINN ÞORVALDSSON
Blátt er stormsins auga
Um Ijóðagerð Baldurs Óskarssonar
Sú kynslóð skálda sem kom fram á sjónarsviðið á sjötta og sjöunda áratugn-
um tók við sérstæðum arfi og hlaut að taka afdrifaríka afstöðu í ljóðagerð-
inni. Kynslóð atómskáldanna hafði brotið blað í íslenskri skáldskaparþróun.
Hún hafði sýnt fram á að hin hefðbundna formgerð kvæða var ekki hin eina
sem dugði til að semja lífvænlegan skáldskap. Módernisminn hafði haslað
sér völl einnig hér á landi. Nýju skáldin á sjötta og sjöunda áratugnum, sem
fædd voru á þeim fjórða, höfðu orðið vitni að formbyltingunni svokölluðu en
þau voru einnig alin upp við hina rótseigu íslensku kveðskaparhefð. Þessi
skáld staðfestu módernismann í ljóðagerðinni. Sum þeirra brúuðu bilið frá
hefðinni með því að nýta ýmsar eigindir úr forna kveðskapnum, einkum
ljóðstafi, en óbundið form er þó ráðandi í ljóðum þeirra flestra. í yrkisefnum
og að nokkru leyti í viðhorfum eru þessi skáld hinsvegar hefðinni trú en ekki
er lengur borið traust til hugsjóna eða félagslegrar baráttu, og ráðvendni
mannskepnunnar er rækilega dregin í efa. í ljóðunum er leitast við að
skyggnast um heima mannsins með eigin reynslu að leiðarljósi og að opna ný
sjónarsvið fyrir lesandann. Málvöndun, náttúrukennd, menningartryggð
hafa þau í hávegum líkt og löngum hafði tíðkast, en tjáningin er nýstárleg,
óhefðbundin, knöpp og myndrík, stundum torræð. Oft hefur verið um það
rætt og ritað að módernísk ljóð séu torskilin og óaðgengileg, og af skáldum
módernismans hefur Baldur Óskarsson það orð á sér að kveða hvað myrk-
ast.
Serkur og blæja
Ljóð Baldurs eru mjög knöpp, myndmálið gjarnan óvænt og torrætt og hug-
myndaheimurinn óvenjulegur. Hann yrkir að langmestu leyti í óbundnu
formi en það er samt afar margbreytilegt í ljóðum hans. í fyrstu bar nokkuð á
súrrealískum tilburðum í ljóðum hans og hann er einna fyrstur íslenskra
skálda til að bregða fyrir sig ,,konkretisma“' og má sjá dæmi þess strax í