Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1991, Page 141

Andvari - 01.01.1991, Page 141
ANDVARI BLÁTT ER STORMSINS AUGA 139 fyrstu ljóðabók hans og svo öðru hverju síðan. Ekki er ólíklegt að það sé fyrir áhrif frá Dieter Roth en hann var búsettur hér á landi á sjöunda ára- tugnum og hann er eitt þekktasta „konkret“-skáld í Evrópu. En það sem einkennir ljóð Baldurs Öskarssonar fyrst og fremst á ytra borði eru myndir hans og líkingar, sterkar, oft litríkar með hrjúfum útlínum og langdrægum merkingartengslum. Stundum eru ósamstæðar eða óskyldar myndir í ljóði sem gerir það gjarnan torræðara og óaðgengilegra en ella. Baldur virðist ekki kappkosta á sama hátt og margir aðrir módernistar að byggja ljóðin upp sem samræma, myndræna heild. Myndlist er skáldinu mjög hugleikin og mörg ljóðanna tengjast myndlista- verkum og sum fjalla beinlínis um einstök verk. í Leikvangi er ljóð um ítalska málarann Giorgio de Chirico. „Bróðir sem ég fann í ókunnu landi“ segir þar í upphafi. Enginn vafi er á því að skáldið finnur Ijóðum sínum myndrænt bróðerni í málverkum Chiricos, sem hafði víst veruleg áhrif á súrrealíska myndlist en var þó sjálfur undir áhrifum ítölsku endurreisnarinn- ar. Þekktastur er hann fyrir myndir sínar af landslagi og rústum fornra, klassískra mannvirkja. í þeim er vítt sjónarsvið, djúpir skuggar og tilfinning fyrir hrjóstrum og óendanlegri víðáttu. Eftir að hann tengdist súrrealisman- um skákaði hann gjarnan andlitslausum mannverum, sem líkjast brúðum eða gínum, inn í myndir sínar. Þetta minnir á alltíð brúðu-mótíf í ljóðum Baldurs, en brúðurnar virðast oftast vera táknmyndir sálar eða hugarfars. Myndlist á drjúgan skerf í ljóðum skáldsins og í Döggskál í höndum eru t.d. átta ljóð sem ýmist lýsa beinlínis listaverkum þekktra málara eða búa að efniviði úr þeim. Þá má geta þess að tónskáld og tónverk eru líka yrkisefni skáldsins og áhrif tónlistar sumstaðar merkjanleg. Erlend Ijóðskáld koma líka við sögu og koma þá m.a. í ljós þær mætur sem Baldur hefur á ljóðum Fredericos Garcia Lorca. Eitt ljóðanna í Steinaríki heitir fangamarki hins spænska skálds: F.G.L., og þar bregður fyrir algengum mótífum úr ljóðum þess. Geta má þess að Baldur hefur þýtt nokkuð af ljóðum eftir Lorca og einnig ljóð eftir mörg fleiri skáld frá ýmsum löndum. Málfærið í ljóðum Baldurs er jafnan traust og hnitmiðað og einkennist af ríkulegum orðaforða. Sjálfur hefur hann tjáð hug sinn um skáldskaparstíl á verðugan hátt, þ.e. í ljóði: Til eru ljóð sem bera serk og blæju - þau sýna augun. Önnur halda nakin í sólbað. Þessi ljóð eru hamingjusöm - flest deyja í svefni. Ljóð sem fæðast skinnlaus og komast ekki á kreik, eiga þó til að ganga aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.