Andvari - 01.01.1991, Síða 143
ANDVARI
BLÁTT ER STORMSINS AUGA
141
Þannig hefst eitt ljóðanna í þessari sömu bók. Ljósið í ýmsum blæbrigðum
er algengt mótíf í ljóðum Baldurs. í skini og minningabjarma birtist reynsla,
saga og verðandi sem skáldið leitast við að skyggna með íhugun sinni. „Að-
eins brigðult ljós og minni/að rengja.“2 Og þá verður náttúran, litir hennar
og hljómar gjarnan að þeirri skuggsjá sem birtir lesandanum þessa ígrundan
í stökum og kröftugum myndum, oft furðulegum og stundum óræðum.
í leit að skilningi á rökum lífs og tilvistar er oft horfið á vit bernskunnar og
reynt að grafast fyrir rætur sjálfsins sem alltaf eru á sínum stað þótt maðurinn
sé flöktandi og gömul heimkynni komin í auðn. Hvað eftir annað vitjar
skáldið þessa horfna heims yfirgefinna bústaða og á þessu mannauða sviði
eru atburðir bernskunnar endurlifaðir og skynjaðir í nútíð:
Afvikinn staöur í húsi.
Þú ýtir viö lásnum, opnar hurðina
og stígur inn.
Bregður fram ljósinu,
það skín yfir fjalagólfið
og finnur í skoti
kubba þína, spunakonu, völ
og kynjar þeirra bakvið lag og lit.
Nú er áliðið,
hugsar þú.
Klukkan glymur í baðstofunni,
tólf högg í fjarska.
(Síðla, Gestastofa, bls. 13)
Þessi gömlu leikföng eru ekki öll þar sem þau eru séð. Kubbarnir eru
myndform stöðugleikans og spunakonan tákn hins óþrotlega tíma en jafn-
framt hverfulleikans. Og völurinn er tákn valds sem að sjálfsögðu er stund-
legt og valt. Þessar táknmyndir koma víðar fyrir í þeim ljóðum sem kryfja
tilveruna og lífstilganginn, t.d. í ljóðinu Leikir þar sem leikið er með frum-
formin. Fallveltið býr líka í hinum traustustu formum:
Þríhyrningur og hringur í sannleik,
sættastekki. Óhagganlegur má
ferningurinn virðast - og kubbarnir
kærasta leikfangið, ó komdu! - komdu barn
„að velta í rústir og byggja á ný“.
(Leikvangur, bls. 54)
Með tilvitnuninni fær Ijóðið víðari merkingu því að í íslandsljóði sínu
hyllti Einar Benediktsson þá sem vildu bylta sjálfri þjóðfélagsbyggingunni.