Andvari - 01.01.1991, Page 146
144
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
í mörgum ljóðum er fjallað um endurnýjunina, framrás lífsins, líf sem tek-
ur við af lífi. í ljóði sem heitir íþessu Ijóði (Steinaríki) og í Gljánni í sam-
nefndri bók er minnt á þá sálfræðikenningu að barnið þrái móðurskautið og
sinn langa draum þar. En ofan af ævisnældunni verður ekki snúið. Morgunn
lífs, fæðing sólar eða barns er lífsins lögmál, „þetta er leikur og kraftaverk“
segir í ljóði sem er í framhaldi af því fyrrnefnda hér á undan. Lífið er ódrep-
andi þótt það sé alltaf að deyja. Og lífið er eitt og samt. Því til vitnis er í
ljóðinu Að haustlagi kvaddur „Matti gamli“ Jochumsson sem sagði: „ein-
stakt líf var aldrei til -/ef við mættum skilja“4. Gæsahópur í túni gónir á ljóð-
mælandann:
Ekki gat ég betur séð
en fuglar þessir væru allir eins.
Og aldrei sá ég muninn á því grasi
sem greri í vor
og hinu
sem féll í fyrra.
(Gljáin, bls. 20)
Svipuð einhyggja ríkir í mörgum öðrum ljóðum og er gjarnan tengd veldi
tímans og lögmálum hans.
í könnun tímans og áhrifa hans er einnig hugsað langt aftur í forneskju og
vísað til fornra menningarsviða vítt um heim og til sögulegra stærða á liðnum
öldum og árþúsundum. Einnig þá var fólk á ferli. Lífið var og er. Tíminn er
óstöðvandi og ævi manns sem leiftur í óendanleikanum. „Og undarleg þessi
ferð“ þar sem maðurinn þreifar sig fram:
það er lífsandinn, já lífsandinn,
þetta skæra blik - eða skeyti
(Úr ljóðinu Made in Earth, Leikvangur, bls. 45)
Lífið er stöðug endurnýjun í öllum þess myndum. Andspænis þeirri niður-
stöðu eru einstaklingarnir eins og grasið og lítill munur á náttúrufyrirbærun-
um miðað við óendanleika tímans. Þetta er hugleitt eftir að hafa reikað um
safn og skoðað gamlar myndir.
Nú veit ég að golan strýkur hin grænu engi
og grasið er eins og þá
er andlit sem við mér blasir
var enn á lífi. -
Hvort einn og einn gestur staldrar við?
Ég veit ekki lengur.
hver lifir.