Andvari - 01.01.1991, Page 147
andvari
blátt er stormsins aug a
145
Nú lækkar sólin,
og allar lendur laugast fegurð þinni,
segir í egypzkum óði frá liðnum tíma, og þó er talað
um nýtt líf - nýjar kynslóðir.
(Úr ljóðinu /safni, Leikvangur, bls. 47)
Yfir fortíðinni hvílir rósemi og oft blær fegurðar. En líðandi stund og
ókomin tíð geta birst í geigvænum myndum:
Komandi tímar
renna á færibandi,
hvítir og svartir -
hrúgast frá verksmiðju tímans
brostnir við fallið,
og þetta Nú,
þögull skerandi tónn,
bil án afláts,
blik sem hverfur í sífellu.
(Úr ljóðinu Framleiddir tímar, Svefneyjar, bls. 15)
Maður von - óvon
Eins og sjá má af framansögðu eru lífsviðhorfin í ljóðum Baldurs mörg hver
tengd hugleiðingum um tímann. Hann er alvarlega þenkjandi skáld og í-
grundar oft tilvist mannsins, breytni hans og örlög. Áður fyrr hefði eflaust
verið sagt að hann væri heimspekilega sinnað skáld og þegar slík speki birtist
í torræðum ljóðmyndum er oft örðugt að höndla niðurstöðuna. Það greiðir
ekki götuna að sum þessara ljóða eru býsna háspekileg og sum með rætur í
fjarlægum goðsagnafræðum; önnur skírskota til stjarnfræði og jafnvel til
gullgerðarfræða. Ljóst er þó að sífellt er verið að kryfja rök tilverunnar,
spyrja um afrakstur reynslunnar og leita að tilgangi lífs. Það er athugull og
stundum tortrygginn sjáandi sem tjáir sjónarmið sín í þessum ljóðum.
Hvergi er bjargast við einfaldar skýringar og aldrei prédikað. Spurn og efa-
hyggja blasa hvarvetna við. Forsjóninni er ekki að treysta; hún líkist blind-
um manni sem gengur á undan álútur með staf í hendi. „Þennan mann hef ég
lengi haft í hyggju / að ráða af.-/ Þó er villugjarnt á leiðum,/ óviss gata.‘°
Sífellt er verið að kanna eðli mannsins og stöðu: „Hver ert þú / skuggavera /á
hreyfingu?“ spyr dauður steininn.6 Maðurinn er reikul vera og skortir ár-
vekni og stefnumárk. Við erum stödd á brautarstöð eða í flugstöð:
10