Andvari - 01.01.1991, Síða 148
146
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Málmröddin kallar.
Stund og staðir. Nöfn.
Einhver sefur hér. Vaknar ekki.
Hvít hönd og ópall - rödd,
við erum hér
svipular myndir,
stund og staðir, nöfn.
(Stöð, Steinaríki, bls. 39)
Tvö ljóð sem bæði heita Rós (í Steinaríki og Hringhendu) eru einskonar
greining á reynslu og eilífð jafnframt því að vera lýsing á formi rósar: „hring-
iða - kyrrð“. í Gljánni er þetta form rósar vistað í ljóðinu Brunnur sem
ámálgar hina gamalkunnu spurningu um upphaf alls. „Ég er brunnur í tóm-
inu“ segir þar, og eins og í fyrrnefndu ljóðunum ríkir „dimmur bjarmi“. Ef
mælandinn í ljóðinu er sköpunarmátturinn eða „guð“, þá vísa lokaorðin til
upphafsins, nefnilega: „Þú ert brunnur í tóminu“.
Með jafnaðargeði er horfst í augu við tímann og hverfulleikann. Ástæðu-
laust er að miklast af afrakstri mannsævinnar, en lífið heldur áfram og eitt-
hvað gæti sprottið upp úr leifum moldarverunnar:
Fáein hveitikorn hef ég að leggja
á metaskálarnar.
Fáein hveitikorn og lúku af mold.
(Upphaf ljóðsins Mynt, Gestastofa, bls. 41)
Niðurstaðan er engin háleit trú á æðri tilgang manns eða mannlegrar til-
vistar. Á ævileiðinni er „Maður á ferð - forgefinsferð - hring eftir hring“ líkt
og himintungl. Hann á ekki annars úrkosti en að halda áfram í ófullkomleika
sínum á þeirri plánetu sem honum var úthlutað: „Gamla jörð! Gamla jörð!
Skömm og heiður / og skringilegt skringilegt fálm.“7 Samt er engin lífsangist
í þessum ljóðum; miklu fremur tjá þau æðruleysi gagnvart róstum tilverunn-
ar og nauð tímans. Ferðalangurinn, sem er tíðförult til bernskustöðvanna til
að kanna hvernig tíminn hefur leikið æviferil sinn, er líka á ferð á allsherjar-
vegi lífsins. Pessi vegmóði göngumaður nemur staðar í áfanga eftir erfiða
göngu á þokuslóðum, rýnir í veðrið og sér þá fyrir sér furðu slungin mann-
virki: ,,-kínverskan múr, eða Miðgarðsorm".
Og stendur góða stund í sömu sporum
snúinn í veðrið,
strýkur vatn úr auga. -
Heldur enn af stað.
(Úr ljóðinu Áfangi, Krossgötur, bls. 8)