Andvari - 01.01.1991, Síða 149
ANDVARI
BLÁTT ER STORMSINS AUGA
147
Við ógnum og furðuverkum á ævibrautinni er jafnan brugðist á sama hátt
og við seigmalandi staðreyndum tímans. Yfirvegun og þrautseigja er það
sem gildir. í einu tilvistarljóðinu um bernskuheimsóknir er mælandinn
staddur í gamalli tóft. Dagurinn líður hægt.
Sjávardunur. - Svalgrænn himinn. - Skugginn
blánar.
Þú vermir hönd þína, talar við sjálfan þig, segir -
höldum á! -
Liðinn dagur og mynd.
(Úr ljóðinu Nótí á jörðu, Steinaríki, bls. 42)
Ævireisan er reyndar líka sjóferð, svo sem sjá má í Úthafi (Döggskál):
„ . . . Skipið/líðurgegnum nóttina//hvíslar við kinnunginn, hvíslar-/vind-
ar, bárur ljós . . .“ Og þetta ljóð á sér undanfara: Hið ókveðna (Hringhenda)
og eftirkomanda: Siglingu (Gljáin). Örlög mannsins á lífsins ólgusjó eru
skáldinu hugstæð og verða oft yrkisefni. Tilvistarleg staða mannsins birtist
m.a. í knöppu ljóði sem byrjar svo:
Maður:
von-óvon,
minni - frjálsar hendur.
(Úr ljóðinu Smiður, Leikvangur, bls. 74)
Hlutskipti mannsins er semsagt heldur dapurlegt. Hann lifir gjarnan í
blekkingu vonarinnar og hefur vilja og þrjósku til að gefast ekki upp. í stað
fyrirheita bernskunnar, sem eru: „Von og hvöt“, uppsker hann „Náð og
spott“8 og svipaðar hugleiðingar um dapurleg afdrif vonar og fyrirheita eru í
fleiri ljóðum. Sumstaðar er ádeila á framferði mannskepnunnar, magnleysi
hennar og hlutdeildarleysi: „einhverntíma mun hafið öskra á þig II og þú
hreyfir þig ekki“.9 í Tvíljóði (Hringhenda) er lýst með gróteskum myndum
hvernig maðurinn ánetjast vélum og neyslukrami, verður háður tölvukyninu
og heldur sig njóta þægindanna. En í rauninni er „eintak“ mannsins einskon-
ar ánauðug vera sem „lifir innan sviga“. Þetta er svipuð hrollvekja nútímalífs
og getið er um hér á eftir, þegar vikið verður að umhverfislýsingunum.
1 ljóðunum er engin vörðuð leið til lífshamingju. En það má sjá brýningu
til að losa sig úr viðjum vanans. Maðurinn hangir í snöru vana og hleypidóma
en getur með tímanum losnað úr henni og öðlast nýja lífssýn:
. . . Þú kennir jörö á ný
og dregur andann. Aftur ber við ský
mannleg dýrð
makrokosmos.