Andvari - 01.01.1991, Page 151
ANDVARI
BLÁTT ER STORMSINS AUGA
149
sem leitar að mannskilningi og lífstilgangi hugaði að vísbendingum í fortíð
eigin þjóðar og menningar úr því að fortíðin er spurð á annað borð. Svo er
ekki í þessum ljóðum. í þeim ríkir annarsvegar sívirk hvöt til að hverfa aftur
til þröngrar baðstofu bernskunnar og hinsvegar löngun til að kynna sér
menningarsvið sem eru mjög fjarlæg bæði í tíma og rúmi og sú leit nær raunar
alla leið út í himingeiminn.
Englar ogflugur
Skáldinu er tamt að huga að alheiminum - makrokosmos - í allri hans víð-
áttu og í honum á maðurinn heima jafnframt því að vera þegn jarðar. Þessi
heimssýn veldur bæði gleði yfir lífi og fegurð en einnig kvöl vegna þeirrar
tortímingar sem maðurinn leiðir yfir jörðina og sjálfan sig. Eyðing jarðar
vofir yfir og sú spásögn verður að veruleika í ógnvekjandi myndum í ljóðinu
Ný jörð sem byrjar svo:
Lifrauður gerill lyftist að fjallabaki,
líkþrá andar á bleika hjörð. -
Ofskepið ýrir myrkri.
Loftið ystir,
lindir og brunnar fyllast hvítum hroða.
Engill úr víti býr sig til að blása -
boða nýja jörð.
Ljóðinu lýkur með útsýni yfir „stirðnuð hvolfin - násjói himins“,12 en í
öðru Ijóði er lýst útliti jarðar eftir gereyðinguna: „Steingjör ásýnd, engin
tunga hrærist" í þessu ríki dauðans þar sem „Dagur og nótt farast hjá“.13
Þessi ljóð birta hrollvekjandi viðvörun og að sjálfsögðu jafnframt ádeilu á
sjálfseyðingaratferli mannsins.
Ádeilan er hörð á þá sem kynda styrjaldarbál. Engillinn úr Opinberunar-
bókinni blæs tortímingunni yfir heiminn í ljóðinu sem síðast var vitnað í.
Biblíuvísunum var einnig beitt í ljóðinu Uppstyttu hér að framan. Hin djöful-
legu ófriðaráform eru óaflátanleg og uppstytta milli styrjalda einungis
stundarhlé. Eins og mörg önnur skáld orti Baldur Óskarsson um hið ill-
ræmda Víetnam-stríð á sínum tíma. Að því (og ófriði yfirleitt) er t.d. vikið í
Ijóðinu Lögmálið (Krossgötur). Eó að jörðin veiti mönnum kærleiksríka
umönnun, þá er ófriðarhneigð þeirra slík að þjóðir verða að búa í eldi.
En þótt heimur sé á hverfanda hveli, eru hin nærstæðari og jarðbundnu
rnannfélagsmál líka til umfjöllunar í ljóðunum. Jafnan er þá horft yfir breitt
svið og hugað að hinum pólitísku málum í víðu samhengi, s.s. í ljóðinu um
þrjá umsvifamenn sem áttu sér tröllshami.14 Valdamenn, stjórnmálaforkólf-