Andvari - 01.01.1991, Side 153
ANDVARI
BLÁTT ER STORMSINS AUGA
151
Seinni hluti ljóðsins er svo byggður úr ólíku myndefni. Þar sundrar guð
þeim helgidómi sem unnendur töldu hann hafa boðið sér í. Næstu ljóð á eftir,
Um seinan og Þú og ég, túlka einnig tregafullan skilnað ástvina. Trúarleg
minni ríkja í fleiri ljóðum sem gætu haft skilnaðartilfinningar að geyma, t.d.
/ minningu þína en yfir því svífur andblær hinnar síðustu kvöldmáltíðar. Þar
er fjallað um brauð og vín, „Pennan líkama, / þetta blóð“ og þessa sérstæða
sakramentis er neytt „í minningu þína“.16 Pessi minni, „Líkami - blóð / í
brauði og víni“, eru svo áréttuð í Sorg í sömu bók (bls. 64).
Öllu glaðlegri eru þær náttúrumyndir sem skírskota til kvenlíkamans og
eru einskonar draummyndir af landslagi hans, s.s. ljóðin Langafasta, þar
sem ástafar er enn tengt helgiathöfnum, og Hellir í Gestastofu og Manstu? í
Gljánni sem lýkur með orðunum: „Er svona dalur /svímadraumarúm?"
Hugnæmur blær er einnig yfir þremur samstæðum ljóðum í Steinaríki sem
heita: Vorvísa, Tokkata og Svif. Óvíst er hvort beinlínis má tengja ást síðasta
frumsamda ljóðið í Döggskál í höndum og fyrsta ljóðið í Gljánni en í sundur-
leitu myndmáli minnir hið fyrra á getnað en hið síðara á fæðingu. Dæmi um
góða myndvísi með ávæning af litum og tónum er smáljóðið Largettó sem
jafnframt er kvenlýsing af öðru tagi en hér að framan var getið um.:
Hár þitt og skýin -
veðurboðar á sumarkvöldi.
í>ú veifaðir slæðu
dökk við sól og svartir
klósigar spunnir í hvíta.
(Steinaríki, bls. 26)
Djúpur himinn. Álútbjörg
í ljóðum Baldurs Óskarssonar blasir við umhverfi náttúrunnar í
fjölskrúðugum myndum og oft litsterkum. Pessi ljóð gegna margskonar
hlutverki. Hér að framan er þess getið að ígrundanir um lífið og tilveruna
birtist oft í náttúrumyndum í ljóðunum. En sum Ijóðanna eru hinsvegar
hrein náttýrulýrik. Ljóðið Dans í fyrstu ljóðabókinni með svipmiklum vetr-
armyndum er dæmi um þetta en það byrjar svo:
Ryðbrunninn skjöldur svamlar í hvítum hroða
gegnum holrifið ský yfir nakin fjöll -
Baldri lætur vel að lýsa veðurfari og birtubrigðum, t.d. í ljóðunum Land-
rœna og Hafræna í sömu bók og þá ekki síður í knöppu ljóði sem heitir Á
Snæfellsnesi: