Andvari - 01.01.1991, Page 154
152
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
Aftanskæra,
knýtt um jökultindinn
bleikum linda.
Nótt á silfurskóm
nálgast bakvið Grindur.
Tilþrifamest er náttúrulýsingin í ljóðinu Gljáin í samnefndri bók. Hlutar
úr því eru einnig í ljóði í Steinaríki, en hér er lýst teiknum á himni við sólar-
fæðinguna og leitast við að gæða sjónarspilið litum og tónum:
Dimmt
ekki dimmt
organleikurinn hljómar -
reykblá fær rósalitinn
himinskálin
augu - eilítið skásett jaspisaugu
Dagnýjar snerta strengi sína og bumbur
nú er blásið á sönglúðra
það skín í kollinn, ljósan kollinn
svolítið blóð í hárinu, svolítið blóð
sæl er hún Glóey og blessuð
Dögunardóttir17
Margar náttúrumyndir í ljóðununr eru tengdar heimahögum bernskunnar
eða íslensku sveitalandslagi. Himinninn á oft drjúga hlutdeild í lýsingu ann-
arra náttúrufyrirbæra:
Grænleitar varir teyga djúpan himin,
dimmbláa veig - og fylla svartar kverkar.
Loft er kyrrt og kalt.
Þú festir augu
við úfinn svarta innvið himindjúpið. -
Kvöldrauð tunga seilist hægt um herðar.
Andgustur fer um vatnið,
augun bresta.
(Hylur, Krossgötur, bls. 13)
Náttúran er einnig skuggsjá hugarþels og skynjana. Tungan rauða sem
seilist fram og brostin augun hverfa þessari svipmiklu náttúrumynd í ugg-
vænlegt hugboð.
Sumar náttúrumyndir sýna umhverfi nútímamannsins í borg og samfélagi,
t.d. í ljóðinu Á hvörfum sem er næst á eftir Hyl í Krossgötum. Par ríkir svip-
aður uggur og í sífellt ógnlegri myndum birtist þarna mannlíf, fyrst í hafsjó
borgar með þverhníptum háhýsum, en í seinni hluta ljóðsins er mannfólkið í
mynd skógartrjánna. Hér er einnig ávarpað í 2. persónu og nú birtist bleikur