Andvari - 01.01.1991, Blaðsíða 155
ANDVARI
BLÁTT ER STORMSINS AUGA
153
logi skelfingar og „þú“, sem skimar og skoðar, sérð manntrén „rykkja í rætur
sínar“ og reyna að losna úr viðjum. Og enn óhugnanlegra borgarumhverfi og
hrollvekjandi jarðlíf er í þriðja ljóðinu í þessari lotu. Pað heitir Torg ogfjara
og þar er borgin geymslustaður forgengilegra vera sem lifna þar um stund en
skolast síðan burt með skólpinu:
Beinin í hamraskútunum holdgast um stund,
leysast sundur
og hníga í djúpin.
Álút björg,
búrin opnast. . .
dúfan flögrar um hjarta sitt. -
(Krossgötur, bls. 16)
Eftir sem áður
í nýjustu ljóðabók Baldurs Óskarssonar, Gljánni, sem kom út í fyrra er
myndmálið heilsteyptara og meitlaðra en oftast áður. Langflest ljóðin eru
byggð upp úr náttúrumyndum. Pær eru afar fjölbreytilegar og gegna margs-
konar hlutverkum. Sumar eru hreinar náttúrustemningar, aðrar lýsa hugar-
ástandi, bernskuslóðum og enn aðrar lúta að lífshugleiðingum, listsköpun,
ásthneigð eða öðrum kenndum.
Það er eftirtektarvert hversu strönd og flæðarmál eru tíð minni í þessum
ljóðum. E.t.v. er það vegna þess hve mörk lands og sjávar eru tengd frumlífi
og framþróun á þessari jörð. „Pessi svarta lína sem við sjáum /utan af hafi /
er lína fjörs.“18 Annað mótíf, sem skáldið grípur oft til, er hesturinn. Hann er
reyndar einnig beinlínis heildarmynd margra ljóða en jafnframt táknmynd
ákveðinna eiginleika og fyrirbæra. Pað á t.d. við um flokk „hestavísna“ í
Gestastofu. í Gljánni er líka nokkurt hestaval og í ljóðinu Árla notar skáldið
hestkjaftinn í frumlega líkingarmynd af dagskomu yfir hafinu. Pað sést upp í
gin hestsins, „tungan leikur um bitana“ og „sterkur andi froða og jastur./
Brot rís-ríslar ríslar og hvíslar/leikur þari á tungu.“19Náttúran er líka svip-
sterk í bálki sem heitir / veðrahöll og hefst á þessu ljóði:
Blátt auga stormsins
bleikur vangi
brotnar línur í hrynjandi dansi
blágræn sóknin í svartsteindu hvolfi.
Blátt er stormsins auga -
skýskorið.
(Gljáin, bls. 53)