Andvari - 01.01.1991, Síða 156
154
EYSTEINN ÞORVALDSSON
ANDVARI
En í þessum nýjustu ljóðum sínum er Baldur Óskarsson enn sem fyrr að
ígrunda þau hugðarefni sem jafnan hafa verið honum tilefni skáldskapar:
Lífstilgang, lífsreynslu, mannlegt eðli og tímann. í ljóðinu Eftir sem áður
skyggnist hann enn til bernskunnar en lítur einnig fram á við og æðrast hvergi
þótt allt sé á hverfanda hveli:
Við skulum ekki halda
að heimsendir sé í nánd
en öldin endar sitt skeið
og kannski hættum við Ioksins
að telja tímann
Útsogið myndar hringiður við ströndina
eftir sem áður
hvirfilvindarnir fylkja liði og rífa upp sjóinn
eftir sem áður
og stjörnuþyrill vindur sig gegnum tómið
Eftir sem áður er lítið eftir sem áður
(Gljáin, bls. 74)
TILVÍSANIR
1. í „konkret" Ijóðum er inntak og uppsetning eitt og hið sama; orðum, orðhlutum og
ýmiskonar prentuðum táknum er raðað með óvenjulegum hætti sem höfðar til sjónar
ekki síður en annarrar skynjunar. Á vissan hátt teygist slíkt Ijóð yfir á svið myndlistar.
2. Úr Kvöldljóði, Gestastofa, bls. 48. Ljóðið er síðan byggt inn í Innviði í Leikvangi.
3. Úr ljóðinu 5voþetta er uppliafið, Gljáin, bls. 15.
4. Úr kvæðinu Tilveran. Matthías Jochumsson: Ljóðmœli, 1936, bls. 214.
5. Blindur maður, Krossgötur, bls. 31.
6. í ljóðinu Stanz!, Leikvangur, bls. 52.
7. Úr nafnlausu ljóði, Steinaríki, bls. 16 og 17.
8. Úr ljóðinu Gamalt stef, Steinaríki, bls. 22.
9. Úr ljóðinu Ogþú sem bíður, Leikvangur, bls. 23.
10. Úr ljóðinu Sem ífyrstu, Krossgötur, bls. 52.
11. Leikvangur, bls. 71.
12. Ljóðið er á bls. 19-20 í Krossgötum.
13. Ur ljóðinu Eftir á, Krossgötur, bls. 28.
14. Á friðartímum, Leikvangur, bls. 39.
15. Úr ljóðinu Miðlarinn, Krossgötur, bls. 24.
16. Gestastofa, bls. 7.
17. Þessi tilvitnun er úr ljóðinu miðju, Gljáin, bls. 35.
18. Úr ljóðinu Suðurströndin, Gljáin, bls. 18.
19. Gljáin, bls. 68.